Fréttir

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag
Síðdegis þann 15. Janúar árið 1978 kom nokkur hópur fólks saman í Norræna húsinu í þeim tilgangi að stofna ættleiðingafélag. Félagið hlaut nafnið Ísland Kórea og var síðar sameinað félagi sem stofnað var nokkru síðar. Hið sameinaða félag hlaut nafnið Íslensk ættleiðing og er því 36 ára í dag.
Lesa meira

Stjórnarfundur 14.1.2014

Dagskrá: 1. Fundargerð seinasta fundar. 2. Fundargerðir og samþykktir boðaðra funda í október og nóvember bornar undir samþykki stjórnar. 3. Mánaðarskýrsla framkvæmdastjóra fyrir desember 2013. 4. Rekstraráætlun lögð fram. 5. Beiðni um stuðning. 6. Húsnæðismál. 7. Önnur mál.
Lesa meira

Skemmtinefnd - Útilega í Varmalandi 18.-20. júlí

Hin árlega útilega ÍÆ verður haldin helgina 18.-20. júlí í Varmalandi í Borgarfirði http://www.tjalda.is/varmaland/) . Þar erum við með bókað húsið sem er með góðan samkomusal, íþróttasal og eldhús. Við erum með afmarkað tjaldsvæði og einnig er möguleiki á innigistingu í húsinu. Sundlaugin á staðnum verður opin (http://sundlaug.is/vesturland-sundlaugar/57-varmaland). Dagskráin verður nánar auglýst síðar, en á laugardeginum verður aðal skemmtidagskráin og sameiginlegur kvöldmatur. Á sunnudeginum ætlum við svo að hittast í samkomusalnum klukkan 10 þar sem allir koma með eitthvað á sameiginlegt brunchborð svo við getum átt góða stund saman áður en haldið er heim. Einnig er hægt að koma á laugardeginum og vera bara yfir daginn og fara að dagskrá lokinni.
Lesa meira

Svæði