Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Skemmtinefnd - Útilega í Varmalandi 18.-20. júlí
13.01.2014
Hin árlega útilega ÍÆ verður haldin helgina 18.-20. júlí í Varmalandi í Borgarfirði http://www.tjalda.is/varmaland/) .
Þar erum við með bókað húsið sem er með góðan samkomusal, íþróttasal og eldhús. Við erum með afmarkað tjaldsvæði og einnig er möguleiki á innigistingu í húsinu.
Sundlaugin á staðnum verður opin (http://sundlaug.is/vesturland-sundlaugar/57-varmaland).
Dagskráin verður nánar auglýst síðar, en á laugardeginum verður aðal skemmtidagskráin og sameiginlegur kvöldmatur. Á sunnudeginum ætlum við svo að hittast í samkomusalnum klukkan 10 þar sem allir koma með eitthvað á sameiginlegt brunchborð svo við getum átt góða stund saman áður en haldið er heim. Einnig er hægt að koma á laugardeginum og vera bara yfir daginn og fara að dagskrá lokinni.
Lesa meira
Skemmtinefnd - Íþróttafjör
13.01.2014
Sunnudaginn 16. febrúar ætlum við að hittast í fimleikasal í Hafnarfirði klukkan 16. Krakkarnir geta leikið sér í salnum, hoppað á trampólíni, farið í púðgryfjuna og ærslast að vild í klukkutíma. Eftir það bjóðum við bæði börnum og fullorðnum upp á hollt snarl (ávexti og grænmeti) í veitingasal á sama stað.
Salurinn heitir Litla Björk og er í Íþróttamiðstöðinni Björk, Haukahrauni 1, Hafnarfirði (sjá kort).
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.