Fréttir

Skemmtinefnd - Útilega í Varmalandi 18.-20. júlí

Hin árlega útilega ÍÆ verður haldin helgina 18.-20. júlí í Varmalandi í Borgarfirði http://www.tjalda.is/varmaland/) . Þar erum við með bókað húsið sem er með góðan samkomusal, íþróttasal og eldhús. Við erum með afmarkað tjaldsvæði og einnig er möguleiki á innigistingu í húsinu. Sundlaugin á staðnum verður opin (http://sundlaug.is/vesturland-sundlaugar/57-varmaland). Dagskráin verður nánar auglýst síðar, en á laugardeginum verður aðal skemmtidagskráin og sameiginlegur kvöldmatur. Á sunnudeginum ætlum við svo að hittast í samkomusalnum klukkan 10 þar sem allir koma með eitthvað á sameiginlegt brunchborð svo við getum átt góða stund saman áður en haldið er heim. Einnig er hægt að koma á laugardeginum og vera bara yfir daginn og fara að dagskrá lokinni.
Lesa meira

Skemmtinefnd - Fjöruferð

Lesa meira

Skemmtinefnd - Íþróttafjör

Skemmtinefnd - Íþróttafjör
Sunnudaginn 16. febrúar ætlum við að hittast í fimleikasal í Hafnarfirði klukkan 16. Krakkarnir geta leikið sér í salnum, hoppað á trampólíni, farið í púðgryfjuna og ærslast að vild í klukkutíma. Eftir það bjóðum við bæði börnum og fullorðnum upp á hollt snarl (ávexti og grænmeti) í veitingasal á sama stað. Salurinn heitir Litla Björk og er í Íþróttamiðstöðinni Björk, Haukahrauni 1, Hafnarfirði (sjá kort).
Lesa meira

Svæði