Fréttir

PESSAN- „Loksins erum við orðin vísitölufjölskylda – með barn og hund!“

PESSAN- „Loksins erum við orðin vísitölufjölskylda – með barn og hund!“
Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Smári Hrólfsson hafa nú gengið í gegnum ættleiðingarferli sem var bæði langt og strangt. Þau sóttu um að ættleiða barn frá Tékklandi og nú er litli gullmolinn þeirra, Birkir Jan Smárason kominn til þeirra og er hann mjög kærkomið barn! Við fengum að líta inn til þeirra og fengum að vita hvernig ferlið fór fram. Þetta er saga sem lætur engan ósnortinn! Elísabet og Smári kynntust árið 1999 þegar þau voru bæði að vinna í SPRON. Þau hófu sambúð árið 2000 og það var í maí 2005 að þau fóru að ræða barneignir. Hálfu öðru ári síðar hafði ekkert gerst í þeim efnum en þau töldu sig bæði vera ágætlega heilbrigð. „Ég fór þá til kvensjúkdómalæknis og kom þá í ljós að ég var með legslímuflakk,“ segir Elísabet. „Ég fór síðan í aðgerð í nóvember 2006 og í framhaldi fórum við í fyrsta viðtal til Art Medica.“ Þau gengu í gegnum fjórar tæknifrjóvganir á þessum tíma og sex smásjárfrjóvganir. Þrisvar sinnum voru settir upp frystir fósturvísar og Elísabet fór ótrauð í gegnum þetta ferli þrátt fyrir mikið álag sem fylgir slíkum hormónagjöfum. „Þetta var í raun eins og að ganga í gegnum breytingarskeiðið aftur og aftur,“ segir Smári. „Sem betur fer hefur Elísabet mikið jafnaðargeð og fór ótrúlega vel í gegnum þetta þrátt fyrir að það taki líkamann í raun mörg ár að jafna sig eftir svona hormónameðferðið.“
Lesa meira

RUV - Ættleiðingarskrifstofa svipt starfsleyfi

RUV - Ættleiðingarskrifstofa svipt starfsleyfi
Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að svipta AC Børnehjælp, aðra af tveimur viðurkenndum ættleiðingarskrifstofum landsins, starfsleyfi tímabundið vegna óreiðu í fjármálum. Á fimmta hundrað umsækjenda bíða í óvissu um hvort þeir fá að ættleiða barn. Sjónvarpsstöðin TV2 greindi fyrst frá málinu. Í frétt hennar frá því í morgun kemur fram að danska félagsmálaráðuneytið hafi ákveðið að svipta AC Børnehjælp starfsleyfinu eftir að rannsókn leiddi í ljós að verulegir ágallar væru á fjárreiðum skrifstofunnar. Stóran hluta ársins 2012 var kostnaður ekki færður til bókar og í skjóli þess tókst starfsmanni að draga sér jafnvirði tíu milljóna íslenskra króna. Það fé átti að nota til þróunarverkefna í samstarfslöndunum.
Lesa meira

Hamingjan

Hamingjan
Öll viljum við vera hamingjusöm. Sem betur fer upplifa margir þessa mögnuðu og jákvæðu tilfinningu. Í fyrirlestrinum er fyrirbærið hamingja skoðað. Það getur verið erfitt að átta sig á hvað hamingjan sé í raun, hvernig hægt sé að öðlast hana og að vera hamingjusamur. Til að átta sig á hamingjunni þá er m.a. skoðað hvað felst í því að vera manneskja, hversu miklar tilfinningaverur við erum í raun og áhrif þess umhverfið sem við lifum í krafti væntinga og krafna um lífsins gang og innihald. Oft getur verið erfitt fyrir okkur að átta okkur því sem skiptir máli í lífinu og stundum gerist það ekki fyrr en áfall dynur yfir. Undirstrikað er mikilvægi þess að staldra aðeins við og skoða sinn gang í von um að hamingjan sé þín.
Lesa meira

Svæði