Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fréttatíminn - Dæmd í keisaraskurð og barnið tekið til ættleiðingar
06.12.2013
Barnaverndaryfirvöld í Essex eru harkalega gagnrýnd fyrir að hafa látið taka barnið ítalskrar konu með keisaraskurði og gefið það til ættleiðingar. Hliðstæð mál óþekkt á Íslandi en 2-3 börn hafa verið tekin til ættleiðingar strax eftir fæðingu.
Barnaverndaryfirvöld í Essex á Englandi eru nú harðlega gagnrýnd eftir að þau þvinguðu ítalska konu, sem er greind með geðhvörf og dvaldist tímabundið á Englandi, til þess að gangast undir keisaraskurð og sviptu hana forræði barnsins strax eftir fæðingu og komu því í fóstur og settu af stað ættleiðingarferli.
Lesa meira
VÍSIR - Innanríkisráðuneytið semur við Íslenska ættleiðingu
05.12.2013
Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa gert með sér þjónustusamning sem gilda á út árið 2014.
Lesa meira
RUV - Undirrita þjónustusamning um ættleiðingar
05.12.2013
Fyrst birt: 05.12.2013 09:28, Síðast uppfært: 05.12.2013 09:28
Flokkar: Innlent, Heilbrigðismál
Íslensk ættleiðing hefur löggildingu innanríkisráðuneytisins til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum. Í gær var skrifað undir þjónustusamning þess efnis sem gildir út næsta ár. Fjárveitingar verða ákveðnar með fjárlögum hverju sinni.
Gert er ráð fyrir ráðuneytið leggi til fjármagn og að Íslensk ættleiðing veiti þá þjónustu sem kveðið er á um. Meðal þess er að annast meðferð umsókna kjörforeldra um ættleiðingu, samskipti við upprunaríki, sýslumann og kjörforeldra, skipuleggja námskeið til undirbúnings ættleiðingar, veita ráðgjöf eftir ættleiðingu og senda eftirfylgniskýrslur til upprunalands um stöðu barns eftir komu þess til landsins.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.