Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Er ættleiðing fyrir mig?
10.12.2013
Næsta námskeið fyrir umsækjendur um forsamþykki verður haldið í febrúar/mars. Fyrri hluti námskeiðsins verður haldinn 22.-23. febrúar og mun hópurinn hittast aftur 22. mars.
Lesa meira
Jólaball
08.12.2013
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið annan í aðventu þann 8.desember kl 14-16 í Tjarnarsal Ráðhússins.
Lesa meira
Pressan - Er tími ættleiðinga liðinn?
07.12.2013
Laugardagur 07.12.2013 - 11:00 - Ummæli (2)
Fyrirtæki sem annast ættleiðingar barna eru aðþrengd þessa dagana því ættleiðingum hefur fækkað mikið og nú er orðið mun erfiðara að ættleiða börn á milli landa en áður. Í Svíþjóð hefur alþjóðlegum ættleiðingum fækkað um meira en helming á aðeins 10 árum.
Í Svíþjóð voru 1.008 börn ættleidd erlendis frá árið 2002 en á síðasta ári voru þau aðeins 466. Í Danmörku er sömu sögu að segja, árið 2002 voru 609 börn ættleidd erlendis frá en í fyrra voru þau aðeins 219. En þetta er ekki aðeins bundið við Svíþjóð og Danmörku því svona er staðan um allan heim. 2003 voru 43.710 börn ættleidd á heimsvísu en 2011 var fjöldinn kominn niður 23.609 börn.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.