Fréttir

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Mlada í Tékklandi. Foreldrarnir Þorgeir og Kristbjörg ásamt stóru systur Karen Irani hittu Alex Dusan í fyrsta skipti. Umsókn Þorgeirs og Kristbjargar var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum 8. ágúst 2011. Þetta er áttunda fjölskyldan sem sameinast með milligöng Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Lesa meira

DV - Ekki lengur eitt barn á par í Kína. Kínversk stjórnvöld breyta 30 ára gömlum reglum

DV - Ekki lengur eitt barn á par í Kína. Kínversk stjórnvöld breyta 30 ára gömlum reglum
Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að breyta stefnu um barneignir í landinu. Breytingarnar hafa meðal annars það í för með sér að þar sem annað foreldrið er einkabarn má parið eignast annað barn.
Lesa meira

Snemmbær kynþroski

Snemmbær kynþroski
Kolbeinn Guðmundsson barnalæknir og sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna kom og fræddi félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar um snemmbæran kynþroska. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kolbeinn deilir þekkingu sinni með félagsmönnum og hafa fyrirlestrar hans verið vel sóttir. Kolbeinn var svo góður að deila með okkur glærunum sínum og benti í leiðinni á góða grein um málefnið.
Lesa meira

Svæði