Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hamingjustund
26.11.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Mlada í Tékklandi. Foreldrarnir Þorgeir og Kristbjörg ásamt stóru systur Karen Irani hittu Alex Dusan í fyrsta skipti.
Umsókn Þorgeirs og Kristbjargar var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum 8. ágúst 2011.
Þetta er áttunda fjölskyldan sem sameinast með milligöng Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Lesa meira
DV - Ekki lengur eitt barn á par í Kína. Kínversk stjórnvöld breyta 30 ára gömlum reglum
15.11.2013
Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að breyta stefnu um barneignir í landinu. Breytingarnar hafa meðal annars það í för með sér að þar sem annað foreldrið er einkabarn má parið eignast annað barn.
Lesa meira
Snemmbær kynþroski
14.11.2013
Kolbeinn Guðmundsson barnalæknir og sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna kom og fræddi félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar um snemmbæran kynþroska. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kolbeinn deilir þekkingu sinni með félagsmönnum og hafa fyrirlestrar hans verið vel sóttir.
Kolbeinn var svo góður að deila með okkur glærunum sínum og benti í leiðinni á góða grein um málefnið.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.