Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Dagskrá útilegunnar
03.07.2013
Dagskrá útilegunnar 12.-14.júlí 2013
Föstudagur
Ekkert skipulagt. Þeir sem gista koma sér fyrir og hafa gaman saman.
Laugardagur
Kl: 11-12 Ratleikur.
Kl: 12-13 Pylsugrill.
Kl: 13-14 Krakkayoga.
kl:14-15 Bjarni töframaður kemur og skemmtir.
K: 15-18 Frjáls tími. Upplagt að skella sér í sund.
Kl: 18-19 Sameiginlegur matur frá Kjötbúðinni.
Kl: 19-22 Diskótek.
Sunnudagur
11:00-12:00 Allir koma með eitthvað matarkyns á sameiginlegt borð.
Við viljum minna fólk á að skrá sig í útileguna í síðasta lagi 7.júlí á netfangið isadopt@isadopt.is
Lesa meira
VÍSIR - Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum
28.06.2013
Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir.
Lesa meira
VÍSIR - Áfangar í mannréttindabaráttu
28.06.2013
Á forsíðu Fréttablaðsins í gær voru tvær fréttir sem tengjast réttindabaráttu samkynhneigðra, hvor frá sínu landinu. Annars vegar var sagt frá því að íslenzk, samkynhneigð hjón hefðu í fyrsta sinn ættleitt barn. Hins vegar að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði kveðið upp tímamótaúrskurð, þar sem alríkislög sem banna samkynhneigðum hjónum að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir njóta, meðal annars í velferðarkerfinu, voru lýst í andstöðu við bandarísku stjórnarskrána.
Sindri Sindrason og eiginmaður hans eru í hópi allra fyrstu samkynhneigðu hjónanna á Norðurlöndum sem ættleiða barn, Lagaákvæði sem leyfa slíkar ættleiðingar hafa þó verið í gildi í allnokkur ár; á Íslandi frá 2006.
Ein meginástæðan fyrir því að aðeins örfáar ættleiðingar hafa gengið í gegn er að samkynhneigð pör geta eingöngu ættleitt börn innanlands, en ekki frá erlendum ríkjum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Ekkert ríki sem Íslenzk ættleiðing er með samning við leyfir ættleiðingar samkynhneigðra hjóna. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í blaðinu í dag að þrýsta þurfi á utanríkisráðuneytið að beita sér fyrir samningum við erlend ríki um að leyfa slíkar ættleiðingar. Það er full ástæða til.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.