Fréttir

RÚV - Ættleiðingar frá Eþíópíu leyfðar á ný

RÚV - Ættleiðingar frá Eþíópíu leyfðar á ný
Dönsk yfirvöld hafa gefið ættleiðingarsamtökunum DanAdopt leyfi á ný til að sjá um ættleiðingar frá Eþíópíu. Yfirvöld stöðvuðu allar ættleiðingar þeirra frá Eþíópíu í apríl síðastliðnum þegar í ljós kom að foreldrar höfðu verið blekktir eða beittir óeðlilegum þrýstingi til að láta börn sín frá sér.
Lesa meira

MBL - Ætlaði að selja börn 16 kvenna

MBL - Ætlaði að selja börn 16 kvenna
Sextán ófrískum konum var í dag bjargað úr húsi í Nígeríu þar sem þeim var haldið gegn vilja sínum, en talið er að meðal annars hafi átt að selja börn þeirra. Maðurinn sem grunaður er um að hafa rekið heimilið hefur verið handtekinn. Að sögn lögreglu var hann handtekinn fyrir samskonar glæp fyrir tveimur árum.
Lesa meira

MBL - Segja barnið fá brenglaða sýn á lífið

MBL - Segja barnið fá brenglaða sýn á lífið
Rússar hyggjast nú þrengja lög um ættleiðingar í landinu enn frekar. Með lagabreytingunni verður einstaklingum frá löndum þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru leyfð samkvæmt lögum ekki heimilað að ættleiða rússnesk börn.
Lesa meira

Svæði