Fréttir

Dagskrá útilegunnar

Dagskrá útilegunnar
Dagskrá útilegunnar 12.-14.júlí 2013 Föstudagur Ekkert skipulagt. Þeir sem gista koma sér fyrir og hafa gaman saman. Laugardagur Kl: 11-12 Ratleikur. Kl: 12-13 Pylsugrill. Kl: 13-14 Krakkayoga. kl:14-15 Bjarni töframaður kemur og skemmtir. K: 15-18 Frjáls tími. Upplagt að skella sér í sund. Kl: 18-19 Sameiginlegur matur frá Kjötbúðinni. Kl: 19-22 Diskótek. Sunnudagur 11:00-12:00 Allir koma með eitthvað matarkyns á sameiginlegt borð. Við viljum minna fólk á að skrá sig í útileguna í síðasta lagi 7.júlí á netfangið isadopt@isadopt.is
Lesa meira

VÍSIR - Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum

VÍSIR - Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum
Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir.
Lesa meira

VÍSIR - Áfangar í mannréttindabaráttu

VÍSIR - Áfangar í mannréttindabaráttu
Á forsíðu Fréttablaðsins í gær voru tvær fréttir sem tengjast réttindabaráttu samkynhneigðra, hvor frá sínu landinu. Annars vegar var sagt frá því að íslenzk, samkynhneigð hjón hefðu í fyrsta sinn ættleitt barn. Hins vegar að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði kveðið upp tímamótaúrskurð, þar sem alríkislög sem banna samkynhneigðum hjónum að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir njóta, meðal annars í velferðarkerfinu, voru lýst í andstöðu við bandarísku stjórnarskrána. Sindri Sindrason og eiginmaður hans eru í hópi allra fyrstu samkynhneigðu hjónanna á Norðurlöndum sem ættleiða barn, Lagaákvæði sem leyfa slíkar ættleiðingar hafa þó verið í gildi í allnokkur ár; á Íslandi frá 2006. Ein meginástæðan fyrir því að aðeins örfáar ættleiðingar hafa gengið í gegn er að samkynhneigð pör geta eingöngu ættleitt börn innanlands, en ekki frá erlendum ríkjum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Ekkert ríki sem Íslenzk ættleiðing er með samning við leyfir ættleiðingar samkynhneigðra hjóna. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í blaðinu í dag að þrýsta þurfi á utanríkisráðuneytið að beita sér fyrir samningum við erlend ríki um að leyfa slíkar ættleiðingar. Það er full ástæða til.
Lesa meira

Svæði