Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
RÚV - Fyrsta samkynhneigða parið ættleiðir
27.06.2013
Sindri Sindrason og eiginmaður hans Albert Leó Haagensen eru fyrsta samkynhneigða parið hérlendis sem ættleiðir barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra hafa verið við gildi frá því 2006 en ættleiðingarferli Sindra og Alberts hófst árið 2011.
Lesa meira
DV - „Það sem Sindri er að tala um er ekki í velgjörðarskyni heldur viðskipti“ Ummæli Sindra Sindrasonar vekja athygli – Hefði farið til Indlands og fengið hjálp frá staðgöngumóður
27.06.2013
„Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður, en eins og greint var frá í morgun eru hann og eiginmaður hans fyrsta og eina samkynhneigða parið sem hefur ættleitt barn hér á landi. Dóttir þeirra á íslenska og serbneska kynforeldra og kom til þeirra þegar hún var eins og hálfs árs.
Lesa meira
MBL - Samkynhneigðir geta ekki ættleitt frá útlöndum
27.06.2013
Samkynhneigðir geta ekki ættleitt börn sem fædd eru erlendis þar sem engir samningar eru við önnur ríki þess efnis. Formaður Samtakanna '78 kallar eftir því að stjórnvöld sýni vilja í verki og leiti samninga við önnur ríki. Öðrum kosti sé samkynhneigðum mismunað þegar kemur að þessum málaflokki.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.