Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
RÚV - Úttekt á ættleiðingum í Danmörku
10.04.2013
Danska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað heildarúttekt á fyrirkomulagi ættleiðinga í landinu eftir að í ljós kom að blekkingum var beitt til að fá eþíópíska foreldra til að láta börn sín frá sér. Málið minnir um margt á hneyksli sem upp kom í Tsjad árið 2007.
Lesa meira
RÚV - Danir stöðva ættleiðingar frá Eþíópíu
09.04.2013
Dönsk yfirvöld hafa stöðvað allar ættleiðingar frá Eþíópíu í gegnum DanAdopt, önnur stærstu ættleiðingarsamtök landsins. Eþíópískir foreldrar höfðu verið lokkaðir til að gefa börn sín til ættleiðingar á fölskum forsendum og dánarvottorð þeirra falsað.
Lesa meira
Smugan - Samtökin 78 krefja frambjóðendur svara um ættleiðingar samkynhneigðra
09.04.2013
Starfshópur Samtakanna ’78 um ættleiðingar hinsegin fólks hefur sent frambjóðendum til komandi Alþingiskosninga bréf er varðar barneignir og ættleiðingar hinsegin fólks. Bréfið innihélt fimm spurningar, en svörum við þeim er ætlað að varpa ljósi á afstöðu framboðanna til réttinda hinsegin fólks til barneigna.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.