Fréttir

Stjórnarfundur 12.03.2013

1. Skýrsla skrifstofu fyrir febrúar 2. Aðalfundur 21.mars 2013 3. Suður Afríka (sjá áður senda fyrirspurn) 4. Bæklingur um ættleiðingu eldri barna (sjá áður sent) 5. Auglýsing um starfsmann við ráðgjöf og þjónustu eftir ættleiðingu (lögð fram drög framkvæmdastjóra á fundinum) 6. Reglur um greiðslu fyrir fundarsetu og önnur störf (sjá áður sent) 7. Merki ÍÆ (sjá áður sent) 8. Sjálfboðaliði til Íslands 9. Önnur mál
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Nanjing í Kína. Guðni og Hrafnhildur hittu drenginn sinn í fyrsta skipti og átti fjölskyldan yndislega stund saman. Þetta er þriðja barnið sem er sameinað með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í ár. Umsókn þeirra var samþykkt í Kína 27.mars 2007.
Lesa meira

Hvernig vegnar ættleiddum börnum af erlendum uppruna á mið- og efsta stigi í grunnskóla? Höfundur Sigríður Ingvarsdóttir

Hvernig vegnar ættleiddum börnum af erlendum uppruna á mið- og efsta stigi í grunnskóla? Höfundur Sigríður Ingvarsdóttir
Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á hvernig börnum sem ættleidd hafa verið erlendis frá og dvalið hafa þar á stofnun, vegnar námslega og félagslega á miðstigi og efsta stigi grunnskólans. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn sem byggði á ellefu hálfopnum viðtölum við sjö umsjónarkennara og þrjá sérkennara á miðstigi og efsta stigi í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Viðtölin voru tekin í apríl–júní 2012. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ákveðinn hópur ættleiddra barna af erlendum uppruna sem dvalið hafa á stofnun, er í aukinni hættu að eiga við námserfiðleika, athyglisbrest með eða án ofvirkni og/eða málþroskavanda að stríða. Munurinn á málþroska ættleiddu barnanna í rannsókninni var mikill og spannaði allt frá góðum málþroska til alvarlegs málþroskavanda. Í niðurstöðum kemur fram að meirihluti nemenda er í góðum tengslum við foreldra, kennara og bekkjarfélaga að mati viðmælenda en það stangast á við fjölmargar erlendar rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Þótt ákveðinn hópur ættleiddra barna sem dvalið hafa á stofnun, sé í aukinni áhættu varðandi náms- og hegðunarerfiðleika sem og frávika í málþroska þá eiga þessi börn, að mati viðmælenda í rannsókninni, oft sterkara tilfinningalegt bakland í foreldrum en mörg önnur börn. Miklar líkur eru á því að þessi öflugi stuðningur foreldra vinni gegn áhættuþáttum og getur orðið hornsteinn að velgengni barnanna bæði félagslega og tilfinningalega. Niðurstöður sýna jafnframt að efla þarf verulega þekkingu og skilning skólafólks á þeim erfiðleikum sem mörg börn, ættleidd erlendis frá, kunna að glíma við.
Lesa meira

Svæði