Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
MBL - Styttist í ættleiðingar barna frá Rússlandi
20.02.2013
Unnið hefur verið að ættleiðingarsambandi við Rússland í rúm þrjú ár eða frá því að stjórn Íslenskrar ættleiðingar óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendu formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda um ættleiðingasamband milli landanna.
Lesa meira
Samningsdrög farin til Rússlands
19.02.2013
Eins og félagsmenn ÍÆ þekkja hefur verið unnið að ættleiðingarsambandi við Rússland í rúm þrjú ár eða frá því að stjórn félagsins óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendi formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda um ættleiðingasamband milli landanna.
Það er ánægjulegt að greina frá því að síðastliðinn föstudag fóru lokadrög að samningi um alþjóðlegar ættleiðingar milli Íslands og Rússlands með hraðsendingu til Rússlands.
Lesa meira
MBL - Heimsótti munaðarlausa í Kalkútta
18.02.2013
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í gær heimili fyrir munaðarlaus börn í Kalkútta á Indlandi. Frá þessu heimili eru langflest börn sem ættleidd hafa verið til Íslands frá Indlandi undanfarin ár.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.