Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Frábær heimsókn í barnaheimilið okkar á Indlandi
17.02.2013
Í dag heimsóttu Hörður Svavarsson formaður Íslenskrar ættleiðingar og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍÆ barnaheimili ISCR í Kolkata á Indlandi. Með í för voru Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra og Guðmundur Einarsson sendiherra Íslands á Indlandi, ásamt æðstu mönnum í Innanríkisráðuneytinu en það voru þau Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri.
Lesa meira
ÍÆ til Indlands og ráðherrann líka
13.02.2013
Á næstu dögum halda fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar til Indlands til viðræðna um ættleiðingarmál. Barnaheimili Anju Roy verður heimsótt eins og félagsmenn vita höfum við verið í samskiptum við heimili hennar í 25 ár og þaðan hafa 160 börn komið á þessum tíma.
Einnig verða setnir fundir og ráðstefna með Indverskum ættleiðingaryfirvöldum ern viðamiklar breytingar hafa staðaið yfir á uppbyggingu indverska ættleiðingarkerfisins og á sama tíma er unnið að endurnýjun á löggildingu ÍÆ í Indlandi.
Lesa meira
Stjórnarfundur 12.02.2013
12.02.2013
1. Skýrsla framkvæmdarstjóra vegna janúar 2013
2. Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins sem bárust stjórn ÍÆ í janúar.
3. Viðmiðunarreglur um greiðslur fyrir fundarsetu og önnur störf samanber samþykkt aðalfundar ÍÆ 2012
4. Samingur við Rússland
5. Önnur mál
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.