Fréttir

Endurnýjun á löggildingu í Indlandi

Endurnýjun á löggildingu í Indlandi
Í haust barst okkur boð frá miðstjórnarvaldi ættleiðingarmála í Indlandi, CARA, um að endurnýja löggildingu félagsins þar í landi. Félagið hefur nú sent öll tilskilin gögn til Indlands og hyggst funda á fyrrihluta ársins með fulltrúum CARA, en eins og kunnugt er hafa staðið yfir breytingar í landinu á fyrirkomulagi ættleiðingarmála. Indverjar vinna nú að því að gera kerfið sitt miðlægt eins og það er t.d. í Kína og þar með mun ÍÆ hætta fá upplýsingar um börn beint frá einstökum barnaheimilum.
Lesa meira

Þjónustusamningur í burðarliðunum

Þjónustusamningur í burðarliðunum
Þann 29. nóvember lagði meirihluti Fjárlaganefndar fram tillögur á Alþingi þess efnis að endurgjald til ættleiðingarfélagsins vegna verkefna sem því er falið að sinna verði hækkað töluvert árið 2013. Þann sama dag kom stjórn ÍÆ saman og sendi í kjölfarið þrjú erindi til Innanríkisráðuneytisins. Það fyrsta var tilkynning um að unt væri að halda aðalfund félagsins sem frestað var í vor vegna óvissu um gerð þjónustusamnings. Annað erindið er beiðni um endurnýjun á löggildingu félagsins til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá og þriðja erindið er beiðni um viðræður við ráðuneytið um að gerður verði þjónustusamningur við ættleiðingarfélagið.
Lesa meira

Passtarf batnar

Passtarf batnar
Í Haagsamningnum um alþjóðlegar ættleiðingar er lögð áhersla á að veitt sé þjónusta eftir ættleiðingar og gengur sá hluti ættleiðingarstarfsins almennt undir heitinu Pasþjónusta sem stendur fyrir útlenskuna Post-Adoption-Service. Ákveðinn bragur komst á þessa þjónustu hjá Íslenskri ættleiðingu þegar Gerður Guðrmundsdóttir lét af setu í stjórn félagsins árið 2006 til að geta einbeitt sér að þjónustu eftir ættleiðingu. Til varð vinnuhópur sem starfaði með Gerði og gekk hópurinn undir nafninu Pasnefnd.
Lesa meira

Svæði