Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hamingjustund
11.02.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Lomé höfuðborg Tógó. Hjördís og Raphael Ari hittust í fyrsta skipti og áttu góða stunda saman.
Þetta er fyrsta fjölskyldan sem semeinast á þessu ári með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar.
Umsókn Hjördísar var send til yfirvalda í Tógó 19.maí 2011.
Raphael Ari er annað barnið sem er ættleitt með milligöngu félagsins frá Tógó.
Lesa meira
RÚV - ,,Ættleiðing“ ekki það sama og ættleiðing
08.02.2013
,,Sonur minn er ekkert líkur mér. Hann er heldur ekkert líkur pabba sínum, né neinum öðrum í fjölskyldunni. Stundum strýkur hann mér hárið og segir: „Við erum með alveg eins hár" en við vitum bæði að það er ekki rétt.
Lesa meira
Um notkun orðsins „ættleiðing“
08.02.2013
Sonur minn er ekkert líkur mér. Hann er heldur ekkert líkur pabba sínum, né neinum öðrum í fjölskyldunni. Stundum strýkur hann mér hárið og segir „við erum með alveg eins hár“ en við vitum bæði að það er ekki rétt, mitt hár er músargrátt en hans er hrafnsvart. Það vefst ekki fyrir neinum sem sér okkur saman að hann er ættleiddur. Hann var tæplega þriggja ára þegar við hittumst fyrst og man, eða telur sig muna, þegar hann kvaddi „hinar mömmurnar“ sem höfðu annast hann í Kína.
Eftir því sem hann eldist og þroskast eykst löngun mín til að gera athugasemdir við notkun orðsins „ættleiðing“ þar sem mér finnst hún ekki eiga við. Ég sé eftir að hafa stillt mig um að hringja í Ríkisútvarpið þegar það flutti frétt af því að hópur fólks hefði „ættleitt“ illa farið hús á Raufarhöfn og bjargað því frá niðurrifi, og ég vildi að hefði haft samband við Jón Gnarr þegar hann vildi „bjóða áhugasömum að ættleiða drykkjumenn sem hafast við á götum borgarinnar“ eins og það var orðað í kynningu hjá Kastljósi.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.