Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fyrirhuguð endurskoðun á samþykktum ÍÆ
28.12.2012
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi kynnti Hörður Svavarsson, formaður félagsins, umræðu sem farið hefur fram innan stjórnar félagsins um að tímabært sé að taka samþykktir félagsins til heildarendurskoðunar.
Einstaka þættir í samþykktum félagsins geta virst á skjön við Haagsamninginn um alþjóðlegar ættleiðingar og kunna að hamla því að félagið fái löggildingar til að annast milligöngu um ættleiðingar í nýjum ríkjum sem leitað veður til.
Lesa meira
Stjórnarmenn í ÍÆ
27.12.2012
Við breytingar á samþykktum ÍÆ sem gerðar voru á Aðalfundi árið 2006 var ákveðið að framboð til stjórnarkjörs skuli tilkynna til skrifstofu ÍÆ a.m.k. tveimur vikum fyrir stjórnarfund.
Í reglugerð um ættleiðingarfélög segir m.a.
Stjórnarmenn félags, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins, skulu hafa þekkingu á þeim málum er varða ættleiðingar á erlendum börnum. Þeim ber einkum að hafa góða þekkingu á ákvæðum Haagsamningsins og íslenskum lögum og reglum um ættleiðingar en einnig á lögum samstarfsríkja félagsins.
Lesa meira
Aðalfundi lokið
27.12.2012
Vel sóttum aðalfundi Í.Æ. lauk klukkan 21:55 í kvöld.
Fundurinn var áður boðaður þann 28. mars en var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðuneytið. Þegar meirihluti fjárlaganefndar lagði fram tillögur um breytingar á fjárlagafrumvarpiinu var ljóst að unt væri að starfrækja félagið áfram og þá kom stjórn þess strax saman og boðaði aðalfundinn með minnsta mögulega fyrirvar, sem er þrjár vikur.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.