Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Alþjóðlegar ættleiðingar og siðferðileg álitamál. Höfundur Telma Hlín Helgadóttir
01.02.2013
Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf
Umsjónarmaður: Anni G. Haugen
Félagsráðgjafardeild
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Febrúar 2013
Útdráttur
Í þessari heimildarritgerð verður fjallað um alþjóðlegar ættleiðingar og ástæður þess að
börnum eru fundin heimili í öðru landi en þau fæðast í og hvaða skýringar liggja þar að baki.
Einnig verður gerð grein fyrir siðferðilegum álitamálum sem tengjast alþjóðlegum
ættleiðingum.
Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að meginástæður fyrir alþjóðlegri ættleiðingu barna
eru fjölþættar en þær helstu eru fátækt, ríkjandi óskir og viðhorf í upprunaríkjum um að
eignast sveinbörn, ójöfnuður á milli uppruna- og viðtökuríkja og mismunun einstaklinga
vegna kyns eða stöðu. Börn eru einnig gefin til ættleiðinga af kynforeldrum sem vilja tryggja
börnum sínum möguleika á betri framtíð en þau sjá fram á að geta boðið þeim sjálf. Helstu
siðferðilegu álitamál er tengjast alþjóðlegum ættleiðingum er að stór hluti þeirra barna sem
eru alþjóðlega ættleidd eiga foreldra á lífi og hefur verið hafnað við fæðingu vegna kynferðis
eða stöðu. Upp hafa komið mál þar sem viðskiptalegir hagsmunir virðast hafa verið látnir
ráða för og ekki farið að lögum og alþjóðasamningum. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa einnig
verið bitbein á vettvangi alþjóðastjórnmála. Þau siðferðilegu álitamál sem upp hafa komið
sýna fram á mikilvægi þess að vel og faglega sé staðið að alþjóðlegum ættleiðingum og að
hagsmunir barna skulu hafðir í forgrunni.
Lykilorð: Alþjóðlegar ættleiðingar, börn, siðferði, fátækt, mismunun, félagslegt réttlæti
Lesa meira
Einelti og jákvæð samskipti - Vanda Sigurgeirsdóttir
23.01.2013
Vanda Sigurgeirsdóttir er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari hjá Þrótti Reykjavík. Vanda hefur um áratugaskeið rætt við börn og fullorðna um einelti, gert rannsóknir, skrifað greinar og bókarkafla. Að berjast gegn einelti er hennar hjartans mál.
Lesa meira
Einelti
22.01.2013
Fyrsti fræðslufyrirlestur ársins verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans (gamla Sjómannaskólanum) miðvikudaginn 23.janúar kl. 20:00 – 22:00.
Aðgangseyrir fyrir þá sem ekki eru félagsmenn er 500 krónur en frítt er á fyrirlesturinn fyrir félagsmenn.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.