Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
DV - „Við erum varla að trúa því að þetta sé loksins að taka enda“. Dómara bannað að taka að sér ættleiðingamál eftir vandamál íslenskrar fjölskyldu
30.11.2012
Fjölskyldan, Friðrik Kristinnson, Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir, Helga Karólína og Birna Salóme, undirbýr það nú að koma hingað til lands, en þau hafa verið föst í Kólumbíu í tæpt ár. Þau bíða nú eftir íslenskri vegabréfsáritun og þá geta þau loksins komið öll heim saman. Friðrik og Bjarnhildur ættleiddu þær Helgu Karólínu og Birnu Salóme á þessu ári frá Kólumbíu. Eftir að ættleiðingin hafði verið samþykkt þurfti formlega heimild dómara til að það gengi eftir. Það mál strandaði fyrir dómstólum í Kólumbíu og telja þau Friðrik og Bjarnhildur að þau hafi verið beitt miklu óréttlæti af dómara í máli sínu. Dómarinn dró það í hálft ár að úrskurða í máli þeirra og kvað síðan upp sinn dóm; foreldrunum væri óheimilt að flytja stúlkurnar hingað til lands.
Lesa meira
MBL - Geta brátt lagt af stað heim
30.11.2012
„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur fjölskyldunni seinustu daga. Nú erum við komin með alla þá pappíra sem við þurfum hér í Kólumbíu sem staðfesta ættleiðinguna. Við fengum vegabréfin fyrir stelpurnar í gær og var alveg dásamleg tilfinning að vera loksins með þau í höndunum. Núna vantar okkur bara vegabréfsáritun fyrir stelpurnar, hún er send frá Íslandi í sænska sendiráðið hér í Bogota. Þegar við erum komin með hana límda inn í vegabréfin getum við lagt af stað heim til Íslands.“
Lesa meira
FRÉTTATÍMINN - Þau buguðust aldrei
30.11.2012
„Hjónin hafa sýnt mikinn styrk í þessu erfiða og flókna ferli og þau buguðust aldrei, sama hvað á dundi“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri íslenskrar ættleiðingar, um hjónin Bjarnhildi Hrönn Níelsdóttur og Friðrik Kristinsson, sem hafa verið föst í Kólumbíu með dætur sínar tvær frá því 20. desember í fyrra, en eru loks á leið heim til Íslands. Þau hafa háð einstaka baráttu við kólumbískt réttarkerfi og höfðu loks sigur og þurfa því ekki að brjóta loforðið sem þau gáfu dætrum sínum daginn sem þau hittu þær fyrst: „Við munum alltaf, alltaf, vera fjölskylda.“
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.