Fréttir

Framlag til verkefna ÍÆ hækkar

Framlag til verkefna ÍÆ hækkar
Fjáraukalög vegna yfirstandandi árs voru samþykkt frá Alþingi í liðinni viku. Framlag til Íslenskrar ættleiðingar árið 2012 hækkar við lagasetninguna, en það er í samræmi við tillögur félagsins til ríkisstjórnarinnar í mars á þessu ári og óskir Innanríkisráðuneytisins. Með lagasetningunni fer endurgjald ríkisins vegna verkefna sem Íslensk ættleiðing sinnir úr 9,2 milljónum í 24,2 milljónir á þessu ári og þá er tryggt að rekstur félagsins verður í jafnvægi eða halli á rekstrinum verður viðunandi.
Lesa meira

Fréttatíminn - Rannsakað hvort börn séu keypt til ættleiðingar til Íslands

Fréttatíminn - Rannsakað hvort börn séu keypt til ættleiðingar til Íslands
Mál eru til rannsóknar hjá lögreglu þar sem grunur er um mansal barna sem flutt hafa verið ólöglega hingað til lands með fölsuðum skjölum, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Æ fleiri börn koma ólöglega til landsins en Útlendingastofnun hefur hert eftirlit með þessum málum að undanförnu. Fyrir stuttu barst yfirvöldum tilkynning um grunsemdir um að barn á fjórða ári sem kom til landsins fyrr á árinu væri ekki barn pars sem þóttist vera foreldrar þess. Rannsókn lögreglu, Útlendingastofnunar og barnaverndaryfirvalda leiddi í ljós að grunurinn var á rökum reistur og játaði parið, íslenskir ríkisborgarar, að vera ekki foreldrar barnsins. Ranglega kom fram í fjölmiðlum í gær að barnið væri kornabarn.
Lesa meira

VÍSIR - Að vera fastur í fjalli

VÍSIR - Að vera fastur í fjalli
Á sama tíma og fjárlagavaldið kom því á framfæri við íslenska ættleiðingarfélagið að ekki væri svigrúm til að hækka framlög til félagsins um eina krónu, félags sem þó sinnir mörgum stjórnsýslulegum verkefnum, ákváðu stjórnmálamennirnir sem hafa þetta fjárveitingavald að skuldbinda ríkissjóð vegna átta þúsund og sjö hundruð milljóna króna framkvæmdar. Það er nefnilega mjög mikilvægt að bora göng í gegnum Vaðlaheiði.
Lesa meira

Svæði