Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Framboð til stjórnarkjörs
13.12.2012
Í 7. grein samþykkta fyrir Íslenska ættleiðingu kemur fram að framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
Samkvæmt því rann frestur til framboða til stjórnar út klukkan 20. í kvöld eins og kynnt var í fundarboði.
Lesa meira
RÚV - Komin heim frá Kólumbíu með dæturnar
07.12.2012
Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson komu til Íslands í gær með ættleiddar dætur sínar, Helgu Karólínu og Birnu Salóme frá Kólumbíu. Hjónin hafa undanfarið ár beðið ásamt dætrum sínum eftir því að komast heim.
Lesa meira
MBL - Komin heim með dæturnar
07.12.2012
Hjónin Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir eru komin heim til Íslands með dæturnar Helgu Karólínu og Birnu Salóme. „Þetta er búinn að vera hreint út sagt alveg meiriháttar dagur. Við erum svo glöð að vera komin heim með dætur okkar,“ skrifa þau áfacebooksíðu sína í nótt.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.