Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Mbl - Einhleypir ættleiða að nýju
31.10.2012
Eftir reglubreytingu í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Við nánari skoðun var ákveðið að láta á það reyna og ættleiddi einhleyp kona fyrr á þessu ári barn frá Tékklandi, önnur frá Tógó og innan skamms sú þriðja.
Lesa meira
Rúv - Einhleypir ættleiða á ný
31.10.2012
Einhleypir hafa jafnan haft minni möguleika á að ættleiða barn erlendis frá. Frá árinu 2007 voru engin tækifæri hér á landi fyrir einhleypa þar sem Kína lokaði á ættleiðingar til þeirra.
Umsóknir þeirra voru settar á svokallaða hliðarlista frá árinu 2007 en árið 2010 opnuðust möguleikar aftur fyrir einhleypa.
Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar sagði í Síðdegisútvarpinu að í raun hafi möguleikarnir verið opnir frá 2007 hjá öllum löndum sem ÍÆ hefur sambönd við þótt Kína hafi lokað tímabundið aðgangi. Um 30 einhleypir komu því að lokuðum dyrum um árabil þegar í raun var alveg hægt að finna börn. Nú eru tvö ættleidd börn einhleypra nýkomin til landsins, frá Tógó og Tékklandi. Sumir á hliðarlistanum eru runnir úr á tíma, hafa náð 46 ára aldri sem er takmark fyrir þá sem vilja senda inn beiðni um ættleiðingu. Hliðarlistinn var bara skár með nöfnum og hafði ekkert gildi og því eru þeir sem á honum voru á byrjunarpunkti. Kristinn sagði að einhvers kona vangeta hjá félaginu áður hafi orðið til þess að frá 2007-2010 hafi dyrnar verið lokaðar einhleypum þótt möguleikar víða um lönd hefðu verið opnir. Kristinn tók við sem framkvæmdastjóri ÍÆ árið 2010 þegar rykið var dustað af hliðarlistanum og staða einhleypra leiðrétt.
Lesa meira
Einhleypir ættleiða að nýju - Hliðarlistar liðin tíð
31.10.2012
Til skamms tíma áttu einhleypir ekki kost á að ættleiða erlendis frá.
Fyrr á þessu ári ættleiddi einhleyp kona barn frá Tékklandi og önnur kona ættleiddi barn frá Tógó. Innan skamms mun þriðja einhleypa konan ættleiða barn en upplýsingar um barnið eru þegar komnar í hennar hendur.
Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að ÍÆ gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands og var umsóknum þeirra því raðað á svokallaðan hliðarlista, þrátt fyrir að í íslenskum reglum sé tekið fram heimilt sé að veita einhleypum heimild til að ættleiða ef talið er ótvírætt það sé barni til hagsbóta og sá sem ættleiðir sé talin sérstaklega hæfur umfram aðra vegna eiginleika sinna eða reynslu.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.