Fréttir

Ættleiðingum fækkar á Norðurlöndum að Íslandi undanskildu

Ættleiðingar til Norðurlandanna voru samtals 403 færri í fyrra en árið þar á undan, það er fækkun sem nemur tæpum 26%. Ættleiðingum fækkar til allra Norðurlandanna að Íslandi einu undanskildu. Þróunin á Norðurlöndunum er sú sama og víðast hvar í Evrópu. Fjöldi ættleiðinga til Finnlands stóð nánast í stað en hlutfallsleg fækkun þar nam eingöngu 1,5%. Fækkun til Danmerkur og Svíþjóðar nam 17 til 19% en áberandi mestur samdráttur í fjölda ættleiðinga er til Noregs.
Lesa meira

Stjórnarfundur 09.10.2012

1. Fundur í Innanríkisráðuneytinu 02.10.2012 2. Rekstraráætlun (Bréf frá Jóhönnu Gunnarsdóttur IRR dags 03.10.2012 lagt fram) 3. Löggilding ÍÆ 4. Önnur mál
Lesa meira

Jákvæð umræða á Alþingi

Jákvæð umræða á Alþingi
Fyrir hálfum mánuði komu málefni ættleiðingarfélagsins til umræðu á Alþingi. Fjórir þingmenn, þar á meðal Innanríkisráðherra, komu alls sex sinnum í pontu og var umræðan jákvæð og málefnaleg. Það var Unnur Brá Konráðsdóttir sem átti frumkvæði að umræðunni með því að spyrja ráðherra hvenær gert sé ráð fyrir að gerður verði þjónustusamningur við Íslenska ættleiðingu, hversu lengi enginn slíkur samningur hefur verið í gildi og hverjar skyldur félagsins séu samkvæmt lögum.
Lesa meira

Svæði