Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
VÍSIR - Ættleiðingarnámskeið verða haldin að nýju
05.11.2012
Íslensk ættleiðing hyggst hefja undirbúningsnámskeið fyrir verðandi kjörforeldra á nýjan leik í þessum mánuði. Námskeiðin hafa legið niðri síðan í apríl vegna fjárskorts. Seta á undirbúningsnámskeiði er forsenda fyrir því að hægt sé að gefa út forsamþykki fyrir ættleiðingu og senda umsóknir fólks úr landi.
Lesa meira
Samið við Innanríkisráðuneytið um undirbúningsnámskeið fyrir kjörforeldra
02.11.2012
Í gær var skrifað undir samkomulag mill ÍÆ og Innanríkisráðuneytisins um að félagið annist námskeið fyrir verðandi kjörforeldra næstu fimm árin.
Eitt af hlutverkum löggilts ættleiðingarfélags er að bera ábyrgð á að væntanlegir kjörforeldrar, sem félagið annast milligöngu um ættleiðingu fyrir, sæki námskeið til undirbúnings ættleiðingu á erlendu barni, svo sem kveðið er á um í 5. gr. reglugerðar um ættleiðingarfélög.
Lesa meira
VÍSIR - Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu
01.11.2012
Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.