Fréttir

MBL - Geta brátt lagt af stað heim

MBL - Geta brátt lagt af stað heim
„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur fjölskyldunni seinustu daga. Nú erum við komin með alla þá pappíra sem við þurfum hér í Kólumbíu sem staðfesta ættleiðinguna. Við fengum vegabréfin fyrir stelpurnar í gær og var alveg dásamleg tilfinning að vera loksins með þau í höndunum. Núna vantar okkur bara vegabréfsáritun fyrir stelpurnar, hún er send frá Íslandi í sænska sendiráðið hér í Bogota. Þegar við erum komin með hana límda inn í vegabréfin getum við lagt af stað heim til Íslands.“
Lesa meira

FRÉTTATÍMINN - Þau buguðust aldrei

FRÉTTATÍMINN - Þau buguðust aldrei
„Hjónin hafa sýnt mikinn styrk í þessu erfiða og flókna ferli og þau buguðust aldrei, sama hvað á dundi“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri íslenskrar ættleiðingar, um hjónin Bjarnhildi Hrönn Níelsdóttur og Friðrik Kristinsson, sem hafa verið föst í Kólumbíu með dætur sínar tvær frá því 20. desember í fyrra, en eru loks á leið heim til Íslands. Þau hafa háð einstaka baráttu við kólumbískt réttarkerfi og höfðu loks sigur og þurfa því ekki að brjóta loforðið sem þau gáfu dætrum sínum daginn sem þau hittu þær fyrst: „Við munum alltaf, alltaf, vera fjölskylda.“
Lesa meira

Framlag til verkefna ÍÆ hækkar

Framlag til verkefna ÍÆ hækkar
Fjáraukalög vegna yfirstandandi árs voru samþykkt frá Alþingi í liðinni viku. Framlag til Íslenskrar ættleiðingar árið 2012 hækkar við lagasetninguna, en það er í samræmi við tillögur félagsins til ríkisstjórnarinnar í mars á þessu ári og óskir Innanríkisráðuneytisins. Með lagasetningunni fer endurgjald ríkisins vegna verkefna sem Íslensk ættleiðing sinnir úr 9,2 milljónum í 24,2 milljónir á þessu ári og þá er tryggt að rekstur félagsins verður í jafnvægi eða halli á rekstrinum verður viðunandi.
Lesa meira

Svæði