Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Morgunblaðið - Kom frá Indónesíu fyrir 30 árum
18.11.2012
Faðir hennar sótti hana til Indónesíu þegar hún var aðeins þriggja vikna gömul. Það var árið 1982 og hefur ættleiðingarferlið tekið stakkaskiptum á þessum þrjátíu árum. „Það er ljótt að segja það en það má eiginlega segja að það hafi verið sett frímerki á börnin og þau send í burtu. Það var engin áhersla lögð á tengslamyndun við upprunalandið,“ segir Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, héraðsdómslögmaður, þegar hún rifjar upp sögu sína. Vigdís er í dag í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og þessi málaflokkur er henni einkar hugleikinn. Hún á tvær dætur, tveggja og átta ára, og segist ekki útiloka þann möguleika að ættleiða barn líka. „Mér finnst allt svo vel heppnað hvað varðar mig og mína fjölskyldu þó að við höfum ekki haft tækifæri til eftirfylgnisþjónustu í þá daga,“ segir Vigdís. Hún tók sér nýlega ársleyfi frá vinnu sem lögmaður og leggur nú stund á nám í alþjóðlegu sakamálaréttarfari í Bretlandi. Eina dökka barnið í bekknum Foreldrar Vigdísar voru ekki mikið að ræða það við hana að hún væri ættleidd en það var heldur
Lesa meira
Morgunblaðið - Finna foreldra fyrir börnin
18.11.2012
HAGSMUNIR BARNSINS HAFÐIR AÐ LEIÐARLJÓSI
Finna foreldra fyrir börnin
ÞAÐ ERU BÆÐI FJÖLMARGAR OG MJÖG SVO ÓLÍKAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ FÓLK TEKUR ÞÁ ÁKVÖRÐUN AÐ ÆTTLEIÐA BARN. ÞEIR ÍSLENDINGAR SEM SÆKJAST EFTIR ÞVÍ AÐ ÆTTLEIÐA BÖRN UTAN ÚR HEIMI GERA ÞAÐ MEÐ MILLIGÖNGU ÍSLENSKRAR ÆTTLEIÐINGAR. Í ÞESSU FERLI ERU HAGSMUNIR BARNSINS HAFÐIR AÐ LEIÐARLJÓSI OG MARKMIÐIÐ ALLTAF AÐ FINNA BARNINU GOTT OG ÁSTRÍKT HEIMILI.
Lesa meira
VÍSIR - Ættleiðingarnámskeið verða haldin að nýju
05.11.2012
Íslensk ættleiðing hyggst hefja undirbúningsnámskeið fyrir verðandi kjörforeldra á nýjan leik í þessum mánuði. Námskeiðin hafa legið niðri síðan í apríl vegna fjárskorts. Seta á undirbúningsnámskeiði er forsenda fyrir því að hægt sé að gefa út forsamþykki fyrir ættleiðingu og senda umsóknir fólks úr landi.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.