Fréttir

Fréttabréf október 2012

* Jákvæðar umæður á Alþingi * Rannsókn á líðan og stuðningi
Lesa meira

Mbl - Vilja eignast fleiri en eitt barn

Mbl - Vilja eignast fleiri en eitt barn
ERLENT | 30. september | 8:44 Mikill þrýstingur er á stjórnvöld í Kína að hverfa frá stefnu þeirra um að fjölskyldur megi ekki eiga fleiri en eitt barn. Tölur sýna að 4% allra barna látast áður en þau ná 25 ára aldri sem þýðir að um 10 milljón foreldrar eru barnlausir þegar þeir komast á elliár.
Lesa meira

Fréttatíminn - Tregafull gleðistund í hótelanddyri í Kína

Fréttatíminn - Tregafull gleðistund í hótelanddyri í Kína
Stóra stundin. 20. ágúst síðastliðinn biðu Andrea Rúna Þorláksdóttir og Brjánn Jónasson eftir stráknum sínum í anddyri hótels í Jinan borg í Kína. Þau voru stressuð, spennt enda langþráður draumur að rætast. Þau voru að fá barnið sitt í hendurnar. Litli Mingji Fu varð þeirra Kári Björn Mingji Brjánsson. Hann ber nafn með rentu því það er engin lognmolla í kringum þennan kraftmikla dreng. Það fyrsta sem þau heyrðu var grátur, rétt eins og svo margir upplifa þegar þeir verða foreldrar í fyrsta sinn. Þau ætluðu að vera tilbúin með myndavélarnar. En geðshræringin var of mikil. Þau missti af augnablikinu þegar hann kom grátandi með starfsmanni af barnaheimilinu sem hann hafði búið á frá því að hann fannst í húsasundi, aðeins ungbarn. „Já, hann hágrét,“ segir Brjánn. „Hann vildi ekkert púkka upp á okkur. Hann vildi ekki fara frá starfsmönnum barnaheimilisins,“ segir hún.
Lesa meira

Svæði