Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fréttabréf október 2012
01.10.2012
* Jákvæðar umæður á Alþingi
* Rannsókn á líðan og stuðningi
Lesa meira
Mbl - Vilja eignast fleiri en eitt barn
30.09.2012
ERLENT | 30. september | 8:44
Mikill þrýstingur er á stjórnvöld í Kína að hverfa frá stefnu þeirra um að fjölskyldur megi ekki eiga fleiri en eitt barn. Tölur sýna að 4% allra barna látast áður en þau ná 25 ára aldri sem þýðir að um 10 milljón foreldrar eru barnlausir þegar þeir komast á elliár.
Lesa meira
Fréttatíminn - Tregafull gleðistund í hótelanddyri í Kína
21.09.2012
Stóra stundin. 20. ágúst síðastliðinn biðu Andrea Rúna Þorláksdóttir og Brjánn Jónasson eftir stráknum sínum í anddyri hótels í Jinan borg í Kína. Þau voru stressuð, spennt enda langþráður draumur að rætast. Þau voru að fá barnið sitt í hendurnar. Litli Mingji Fu varð þeirra Kári Björn Mingji Brjánsson. Hann ber nafn með rentu því það er engin lognmolla í kringum þennan kraftmikla dreng.
Það fyrsta sem þau heyrðu var grátur, rétt eins og svo margir upplifa þegar þeir verða foreldrar í fyrsta sinn. Þau ætluðu að vera tilbúin með myndavélarnar. En geðshræringin var of mikil. Þau missti af augnablikinu þegar hann kom grátandi með starfsmanni af barnaheimilinu sem hann hafði búið á frá því að hann fannst í húsasundi, aðeins ungbarn. „Já, hann hágrét,“ segir Brjánn. „Hann vildi ekkert púkka upp á okkur. Hann vildi ekki fara frá starfsmönnum barnaheimilisins,“ segir hún.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.