Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Flest börn sem ættleidd hafa verið eru frá Kína
18.09.2012
Fyrir nokkrum dögum kom 165. barnið frá Kína heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Börn sem ættleidd eru frá Kína til Íslands eru því stærri hópur en börn frá nokkru öðru landi.
Lengi vel komu mörg börn árlega frá Indlandi en þau eru núna 164 alls. Í kjölfar breytinga indverskra stjórnvalda á ættleiðingarferlinu, sem enn eru ekki yfirstaðnar, hægði mjög á ættleiðingum þaðan og nú er svo komið að ekkert barn hefur verið ættleitt frá Indlandi til Íslands í tvö ár sem er sama þróun og þekkist á öðrum Norðurlöndum.
Lesa meira
Biðlistinn styttist og biðtíminn er oft stuttur
18.09.2012
Biðlistinn eftir því að ættleiða barn til Íslands er að styttast verulega um þessar mundir. Fyrir þremur árum voru að jafnaði rúmlega 100 fjölskyldur á biðlista eftir ættleiðingu erlendis frá. Núna er staðan þannig að 46 fjölskyldur eru á hinum eiginlega biðlista og 37 fjölskyldur eru í undirbúningsferli fyrir það að senda umsókn um barn til útlanda.
Þetta táknar að í biðlista og undirbúningsferli eru samtals 83 fjölskyldur og hefur biðlistinn hjá Íslenskri ættleiðingu því minnkað um 20% á nokkrum misserum.
Lesa meira
Aðgengi að og upplifun hreyfihamlaðs fólks af foreldrahlutverkinu. Höfundur Aðalbjörg Gunnarsdóttir
12.09.2012
Í þessari meistararitgerð er gerð grein fyrir upplifun hreyfihamlaðra foreldra af foreldrahlutverkinu og aðgengi hreyfihamlaðs fólks að foreldrahlutverkinu í þeim tilfellum þar sem hreyfihamlaðar konur geta ekki gengið í gegnum meðgöngu og fæðingu vegna skerðingar sinnar. Sérstök áhersla er á aðgengi að foreldrahlutverkinu í gegnum ættleiðingakerfið og löggjöf sem snýr að ættleiðingu barna erlendis frá. Um eigindlega rannsókn er að ræða sem byggir á greiningu opinberra gagna og opinna viðtala við 11 hreyfihamlaða einstaklinga, átta foreldra og þrjá barnlausa einstaklinga. Þá var tekið viðtal við starfsmann sem vinnur í ættleiðingakerfinu. Helstu niðurstöður sýna að aðgengi hreyfihamlaðs fólks sem ekki getur átt börn að foreldrahlutverkinu í gegnum ættleiðingar er takmarkað. Til að möguleiki þeirra verði meiri, það er að draumur þeirra um barn rætist og að þeir fái tækifæri til að upplifa foreldrahlutverkið þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting í garð hreyfihamlaðs fólks varðandi
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.