Fréttir

Samið við Innanríkisráðuneytið um undirbúningsnámskeið fyrir kjörforeldra

Í gær var skrifað undir samkomulag mill ÍÆ og Innanríkisráðuneytisins um að félagið annist námskeið fyrir verðandi kjörforeldra næstu fimm árin. Eitt af hlutverkum löggilts ættleiðingarfélags er að bera ábyrgð á að væntanlegir kjörforeldrar, sem félagið annast milligöngu um ættleiðingu fyrir, sæki námskeið til undirbúnings ættleiðingu á erlendu barni, svo sem kveðið er á um í 5. gr. reglugerðar um ættleiðingarfélög.
Lesa meira

VÍSIR - Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu

VÍSIR - Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu
Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína.
Lesa meira

Mbl - Einhleypir ættleiða að nýju

Mbl - Einhleypir ættleiða að nýju
Eftir reglubreytingu í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Við nánari skoðun var ákveðið að láta á það reyna og ættleiddi einhleyp kona fyrr á þessu ári barn frá Tékklandi, önnur frá Tógó og innan skamms sú þriðja.
Lesa meira

Svæði