Fréttir

Fréttablaðið - Föst fjölskylda fær þrjár milljónir

Ríkisstjórnin mun styrkja íslenska fjölskyldu, sem hefur verið föst í Kólumbíu í níu mánuði, um þrjár milljónir króna. Þetta var ákveðið fyrir helgi. Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson héldu til Kólumbíu í desember síðastliðnum til þess að sækja ættleiddar dætur sínar tvær. Þau gerðu ráð fyrir því að komast heim með dæturnar um sex vikum síðar en dómstólar ógiltu fyrri dóm um að stúlkurnar væru lausar til ættleiðingar. Af þessum sökum hefur fjölskyldan verið föst í Kólumbíu á meðan málið er tekið fyrir á æðri dómstigum. Þau munu því að öllum líkindum þurfa að vera í Kólumbíu í nokkra mánuði enn. Að sögn Íslenskrar ættleiðingar er kostnaður hjónanna orðinn um tólf milljónir króna. Tekið hefur verið við frjálsum framlögum fyrir þeirra hönd auk þess sem Íslensk ættleiðing hefur styrkt hjónin. Í tilkynningu Íslenskrar ættleiðingar um málið segir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi beitt sér fyrir því að fjölskyldan yrði styrkt.
Lesa meira

Fréttablaðið - Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári

Fréttablaðið - Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári
Íslensk ættleiðing fær 100 þúsund krónum minna á næsta ári en í ár, en segist þurfa 44 milljónir til viðbótar. Forgangsraðað þannig að ættleiðingar séu afgangsmál segir Hörður Svavarsson, formaður félagsins. Fjárframlög til Íslenskrar ættleiðingar verða hundrað þúsund krónum minni á næsta ári en í ár, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Gert er ráð fyrir því að Íslensk ættleiðing fái 9,1 milljón króna á fjárlögum en upphæðin í ár var 9,2 milljónir. „Félagið þarf 44 milljónir til viðbótar við núverandi tekjur til að geta sinnt þeim verkefnum sem lög og reglugerðir leggja því á herðar. Um það er ekki ágreiningur og það hefur verið viðurkennt af hálfu ráðuneytisins að félagið geti ekki farið að lögum ef því verða ekki tryggðar þessar tekjur,“ segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Stjórnarfundur 11.09.2012

1. Fundargerð seinasta fundar 2. Fjárhagsstaða félagsins 3. Heimsókn frá Kína 4. Stuðningur við fjölskyldu í Kólumbíu 5. Húsnæði (Fylgiskjal; minnisblað sent 2. sept.) 6. Fundur í IRR (Fylgiskjal; minnisblað sent 4. sept.) 7. Önnur mál.
Lesa meira

Svæði