Fréttir

Ekkert nýtt í fréttum

Ekkert nýtt í fréttum
Aðalfundi ÍÆ var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings milli Innanríkisráðuneytis og ÍÆ en þegar framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út varð ljóst að enginn félagsmaður hafði áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu við þessar aðstæður. Í stað aðalfundar efndi stjórn félagsins til almenns félagsfundar til að skýra óljósa stöðu félagsins fyrir félagsmönnum þann 28. mars síðastliðinn. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að aflétta viðvarandi óvissuástandi í rekstri félagsins. Fundurinn og aðstæður félagsins vöktu mikla athygli í samfélaginu og var mikið fjallað um málefni þessi í fjölmiðlum. Ekkert samband hefur verið haft við ættleiðingarfélagið út af málinu frá ráðuneytinu eða fulltrúum fjárveitingavaldsins.
Lesa meira

RÚV - Ættleiddu tvo stráka með sérþarfir

Eftir að hafa beðið í fjögur ár eftir að ættleiða barn frá Kína ákváðu hjónin Guðbjörg Grímsdóttir og Sigurður Halldór að freista þess að flýta ferlinu með því að ættleiða barn með sérþarfir. Fjórum vikum seinna héldu þau til Kína til að sækja soninn Kára.
Lesa meira

Stjórnarfundur 10.04.2012

1. Fundargerð seinasta fundar. 2. Þjónustusamningur milli ÍÆ og IRR 3. Námskeið fyrir verðandi kjörforeldra 4. Önnur mál
Lesa meira

Svæði