Fréttir

Morgunblaðið - Opnir fyrirlestrar

AÐALFUNDUR Samtaka norrænu ættleiðingarfélaganna (NAC) hefst í dag í Reykjavík og stendur til laugardags. Þar verður m.a. kynnt ný íslensk rannsókn og í tengslum við fundinn verður opin dagskrá á morgun og laugardag fyrir fagfólk, kjörforeldra og aðra áhugasama um ættleiðingar þar sem boðið verður upp á fróðlega fyrirlestra, erindi og umræður. Aðalfundurinn, sem verður á Grand hóteli, er haldinn annað hvert ár og fer nú fram í annað skipti á Íslandi. Íslensk ættleiðing er gestgjafi að þessu sinni.
Lesa meira

Morgunblaðið - Hvers vegna ert þú hvít og mamma þín líka hvít?

Morgunblaðið - Hvers vegna ert þú hvít og mamma þín líka hvít?
Ættleiðing barna er fyrir löngu hætt að vera feluleikur – sem betur fer BÖRNUM sem ættleidd eru til Íslands hefur fækkað undanfarið og líklega verða þau innan við 20 á þessu ári, en nú eru á biðlista hérlendis um 120 fjölskyldur sem hlotið hafa forsamþykki til ættleiðinga. Sigrún María Kristinsdóttir, blaðamaður og verðandi móðir, hefur skrifað bók um ættleiðingar og spjallar þar við fólk sem hefur verið ættleitt, foreldra þeirra, fagfólk og fleiri.
Lesa meira

Fundargerðir stjórnar Í.Æ. aðgengilegar félagsmönnum

Nú hafa fundargerðir stjórnar Í.Æ. frá 19. ágúst og 31. ágúst verið vistaðar á vef félagsins, á lokuðu svæði félagsmanna.
Lesa meira

Svæði