Fréttir

Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 23. mars 2006 til og með 24. mars 2006.
Lesa meira

VÍSIR - Pör sem vilja ættleiða líða fyrir fjársvelti í góðærinu

VÍSIR - Pör sem vilja ættleiða líða fyrir fjársvelti í góðærinu
Einfaldar breytingar á íslenskum reglum um ættleiðingar gætu aukið möguleika íslenskra hjóna á því að fá að ættleiða börn erlendis frá, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. Félagið skorar á dómsmálaráðherra að breyta reglunum sem fyrst. „Dómsmálaráðherra hefur talað eins og hún hafi mikinn skilning á okkar málum og við væntum þess að fara að sjá verulegar breytingar á næstunni," segir Hörður. Um 120 íslensk hjón bíða nú eftir því að geta ættleitt börn. Biðtíminn hefur lengst umtalsvert undanfarið og geta pör sem sækja um í dag vonast til að fá barn eftir þrjú til fjögur ár. Á síðasta ári voru þrettán börn ættleidd til landsins og allt stefnir í sama fjölda í ár, segir Hörður. Biðlistar hafa lengst mikið undanfarin ár og segir Hörður það afleiðingu þess að ættleiðingarfélögum hafi verið haldið í fjársvelti á þenslutímabilinu.
Lesa meira

Stjórnarfundur 19.08.2009

1. Stutt yfirlit yfir viðfangsefni sumarsins. 2. Upplýsingamál. 3. Bréf frá ráðuneytinu og erindi sem hafa farið formlega frá ÍÆ. 4. Verkefnalisti frá Ágústi Guðmundssyni. 5. Nepal. 6. Aðalfundur NAC. 7. Önnur mál
Lesa meira

Svæði