Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Tímaritið Fyrstu skrefin
20.06.2007
Í nýjasta tölublaðinu af Fyrstu skrefin, 1. tbl. maí 2007, er skemmtilegt viðtal við kjörfjölskyldu sem á 3 börn, ættleidd frá Indlandi og Kína og heimatilbúið. Blaðið er í búðum núna og er fróðlegt fyrir kjörfjölskyldur að lesa og sérlega skemmtilegt fyrir þá sem bíða og fjölskyldur þeirra. Í viðtalinu eru nokkur gullkorn, m.a. þessar ráðleggingar til þeirra sem vilja ættleiða:
Lesa meira
Sumargrill í Heiðmörk
18.06.2007
Sunnudaginn 10. júní var hið árlega sumargrill ÍÆ haldið í Heiðmörk í blíðskapar veðri. Þar áttu foreldrar og börn saman góða stund og gleiðin skein úr hverju andliti og pylsur, hamborgarar og annað grillmeti rann ljúflega niður. Búið er að setja inn myndir frá sumargrillinu undir liðnum Myndir hér á vefsíðunni.
Lesa meira
Ættleiðingar einhleypra
16.06.2007
Þann 30. maí síðastliðinn bauð stjórn Íslenskrar ættleiðingar einhleypum umsækjendum á fund til að ræða stöðuna sem upp er komin eftir að nýjar reglur tóku gildi í Kína 1. maí síðastliðinn en Kína tekur ekki lengur við umsóknum frá einhleypum. Af þessu tilefni tók ÍÆ saman í eitt skjal stöðuna á möguleikum einhleypra til að ættleiða erlendis frá og með því að smella hér getur þú lesið þetta skjal.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.