Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Tékkland
15.04.2007
Okkur er ánægja að segja frá því að í gær kom heim fyrsta barn sem ættleitt er frá Tékklandi. Það er 19 mánaða yndislegur strákur sem var á góðu barnaheimili í N-Tékklandi. Fjölskyldan, pabbi, mamma og stóra systir, fór til Tékklands og dvaldi í rúmar 3 vikur, ekki þurfti tvær ferðir eins og áætlað hafði verið.
Lesa meira
Fundur Euradopt í Luxemborg
05.04.2007
Dagana 31 mars til 1 apríl sótti fulltrúi ÍÆ Euradopt fund í Luxemborg. Umræðan var meðal annars um núverandi erfileika í “ættleiðingarheiminum”. Í Euradopt eru fulltrúar frá: Austurríki, Belgíu, Kýpur, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Ítalíu, Luxemborg, Hollandi, Noregi, Spáni og Svíþjóð. Þessi samtök eru einskonar regnhlífasamtök sem hafa skrifað og samþykkt síðareglur (www.euradopt.org ) sem vinna beri eftir.
Lesa meira
Stjórnarfundur 04.04.2007
04.04.2007
1. Stjórn skiptir með sér verkum
2. Umræður um helstu mál
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.