Fréttir

Tékkland

Okkur er ánægja að segja frá því að í gær kom heim fyrsta barn sem ættleitt er frá Tékklandi. Það er 19 mánaða yndislegur strákur sem var á góðu barnaheimili í N-Tékklandi. Fjölskyldan, pabbi, mamma og stóra systir, fór til Tékklands og dvaldi í rúmar 3 vikur, ekki þurfti tvær ferðir eins og áætlað hafði verið.
Lesa meira

Fundur Euradopt í Luxemborg

Dagana 31 mars til 1 apríl sótti fulltrúi ÍÆ Euradopt fund í Luxemborg. Umræðan var meðal annars um núverandi erfileika í “ættleiðingarheiminum”. Í Euradopt eru fulltrúar frá: Austurríki, Belgíu, Kýpur, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Ítalíu, Luxemborg, Hollandi, Noregi, Spáni og Svíþjóð. Þessi samtök eru einskonar regnhlífasamtök sem hafa skrifað og samþykkt síðareglur (www.euradopt.org ) sem vinna beri eftir.
Lesa meira

Stjórnarfundur 04.04.2007

1. Stjórn skiptir með sér verkum 2. Umræður um helstu mál
Lesa meira

Svæði