Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Börn sem bíða eftir fjölskyldum
15.01.2007
Það er okkur sérstök ánægja að tilkynna að öll 5 börnin með skilgreindar sérþarfir, sem CCAA bað Íslenska ættleiðingu um að finna fjölskyldur fyrir, hafa fengið fjölskyldur á Íslandi. Gert er ráð fyrir að þau muni koma heim með vorinu eða í sumar.
Lesa meira
Mbl - Möguleikar einstaklinga á að ættleiða börn hverfa
12.01.2007
Kínverjar hafa sett nýjar reglur varðandi ættleiðingar barna frá Kína. Reglurnar, sem eru mun harðari en fyrri reglur, taka gildi 1. maí næstkomandi en samkvæmt upplýsingum félagsins Íslenskrar ættleiðingar er þegar orðið of seint fyrir íslenska umsækjendur um börn til ættleiðingar að sækja um samkvæmt eldri reglum þar sem afgreiðslutími umsókna frá Íslandi er fjórir til sex mánuðir og því er ekki hægt að gera ráð fyrir að nýjar umsóknir nái til skráningar í Kína fyrir 1. maí.
Lesa meira
Stjórnarfundur 10.01.2007
10.01.2007
1) Sakaskrá til yfirvalda
2) Ný sambönd
3) Börn með skilgreindar sérþarfir
4) Útgáfa tímaritsins
5) Vefsíða
6) Verkaskipting starfsmanna
7) Húsnæðismál
8) NAC fundur í Finnlandi
9) Kvittanir fyrir greiðslum
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.