Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Aðalfundur 25.5.2020
25.05.2020
Fundargerð aðalfundar Íslenskrar ættleiðingar, mánudaginn 25.maí 2020, kl. 20.00.
Fundarstaður: Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík.
Mætt af hálfu stjórnar: ElísabetHrund Salvarsdóttir stjórnarformaður, Ingibjörg Valgeirsdóttir varaformaður, Magali Mouy og Sigurður Halldór Jesson. Fjarverandi voru Ari Þór Guðmannsson, Lísa Björg Lárusdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir.
Mætt af hálfu starfsfólks skrifstofu: Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi.
Fundargerð aðalfundar ritaði: Ragnheiður Davíðsdóttir
Dagskrá aðalfundar:
Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar.
Gjaldskrá félagsins
Kjör stjórnar.
Ákvörðun árgjalds.
Breytingar á samþykktum félagsins
Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Lesa meira
Aðalfundur 25.maí kl. 20:00
22.05.2020
Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 25. maí, kl. 20:00 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík.
Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Sjálfkjörið er í stjórn, en þrjú sæti voru til kjörs og bárust þrjú framboð.
Kosið verður um eina breytingatillögu á samþykktum félagsins, en breytingatillaga barst um breytingar á 7. grein samþykktanna.
7. grein samþykktanna hljóðar svo:
7. grein
Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar.
Kjör stjórnar.
Ákvörðun árgjalds.
Breytingar á samþykktum félagsins.
Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir.
Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði.
Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu endurskoðenda eða 2/3 félagsmanna. Skulu þeir boðaðir bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram tilefni fundarins.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.