Fréttir

Stjórnarfundur 15.08.2017

Fundargerð síðasta fundar. 1. Mánaðarskýrslur júní/júlí. 2. Starf skrifstofu - minnisblað um lækkun starfshlutfalls. 3. Tvöfaldur uppruni, námskeið fyrir uppkomna ættleidda, glærukynning 4. Barna- og unglingastarf, minnisblað. 5. Málþing. 6. NAC ráðstefna Helsinki 29.-30.9. 7. Önnur mál. 7.1. Tengiliður félagsins hjá miðstjórnvaldi Tógó 7.2. Sri Lanka 7.3. Kraftur 7.4. Þjónustusamningur 7.5. Reykjavíkurmarþon
Lesa meira

Morgunblaðið - Er þetta símtalið?

Morgunblaðið - Er þetta símtalið?
Anna Sigrún Benediktsdóttir og Gunnar Lárus Karlsson búa á Reyðarfirði þar sem þau starfa bæði fyrir Alcoa. Þau eiga tveggja ára tvíbura, Katrínu Þóru og Óskar Þór, sem þau ættleiddu nýlega frá Tékklandi. Anna Sigrún segir ættleiðingu vera einn valkost fyrir fólk sem vilji eignast barn, ekki síðasta úrræðið.
Lesa meira

Sagan okkar. Eftir Stein Stefánsson og Selmu Hafsteinsdóttur

Sagan okkar. Eftir Stein Stefánsson og Selmu Hafsteinsdóttur
Við ákváðum þegar við vorum í námi úti í Bandaríkjum árið 2010 að eignast barn. Við reyndum hefbundu leiðina áður en við leituðum hjálpar Art Medica, það gekk ekki upp hjá okkur og eftir síðustu misheppnuðu meðferðina hjá Art ákváðum við skoða ættleiðingu. Við fórum á námskeiðið „Er ættleiðing fyrir mig?“ á vegum ÍÆ febrúar 2014. Fyrir þá sem þekkja ekki ættleiðingarferlið, þá fylgir því mikil pappírsvinna og margar biðstöður og tekur umsóknarferlið sjálft alveg svakalegan tíma (aðallega vegna sýslumanns, hann tekur sinn tíma og er ekkert að flýta sér). Við ákváðum að sækja um að ættleiða barn frá Tékklandi, en okkur leist best á það land sem er í boði hjá ÍÆ, aðallega vegna þess að þar er barn parað við foreldra og góður aðlögunartími fyrir barnið þegar búið er að para saman.
Lesa meira

Svæði