Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Vísir.is - Sigrún heldur áfram að leita að upprunanum
27.02.2017
Undirbúningur annarrar þáttaraðar af Leitinni að upprunanum er hafinn. Í upphafi ætlaði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ekki að gera aðra þáttaröð en lét tilleiðast. Fyrsta þáttaröðin hlaut í gær Edduverðlaun í flokki frétta- og viðtalsþátta.
„Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ sagði Sigrún Ósk þegar ljóst var að hún hefði unnið til verðlaunanna.
„Eftir að fyrstu þættirnir fóru í loftið fékk ég hátt í hundrað tölvupósta frá fólki sem var áhugasamt um þátttöku ef það yrði gerð önnur þáttaröð. Framan af svaraði ég því til að það væri nánast útilokað að ég myndi gera þetta aftur,“ segir Sigrún Ósk.
Lesa meira
Hamingjustund
21.02.2017
Nú í morgun hittu Anna Sigrún og Gunnar Lárus börnin sín í fyrsta sinn. Þau, ásamt móður Önnu, mættu á fund á barnaheimilinu klukkan níu þar sem þau fengu allar helstu upplýsingar áður en þau fengu loksins að hitta börnin einum og hálfum tíma síðar. Það er skemmst frá því að segja að það var ekki margt sem síaðist inn á þessum fundi vitandi af börnunum á næstu hæð fyrir ofan!
Tilfinningin var ólýsanleg þegar þau gengu inn í herbergið þar sem tvíburarnir Katrín Þóra og Óskar Þór biðu þeirra. Þau voru bæði varkár en leist mjög vel á mömmu og pabba og voru komin í fangið á þeim eftir 10 mínútur, alsæl. Óskari leist strax rosa vel á pabba sinn og Katrín hélt sig nálægt mömmu. Þau voru svo saman fram að hvíld hjá börnunum en komu aftur þegar börnin voru vöknuð og nutu þess að eyða restinni af deginum saman.
Lesa meira
Stjórnarfundur 14.02.2017
14.02.2017
1. Fundargerð síðasta fundar. 2. Mánaðarskýrslur nóvember og desember. 3. Aðalfundur 2017. 4. NAC og EurAdopt. 5. Málefni Tógó. 6. Upprunaleit. 7. Reglugerð. 8. Önnur mál: Frumvart til laga um fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald. 40 ára afmæli félagsins. Ferðalög ársins. Kynning á lesefni til félagsmanna. Samþykktir félagsins. Nýr starfsmaður. Samningur milli ÍÆ og umsækjenda. Námskeið.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.