Fréttir

Hamingjustund

Hamingjustund
Þann 12. október sameinaðist fjölskylda í Tékklandi. Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinast á þessu ári og börnin orðin þrjú. Íslensk ættleiðing sendir fjölskyldunni hugheilar hamingjuóskir og hlakkar til að fá að hitta litlu gullmolana. Nú hafa 30 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands með milligöngu félagsins, en fyrsta barnið sem ættleitt var til Íslands frá Tékklandi kom heim árið 2007.
Lesa meira

Áskorun um breytingar á aldurviðmiðum

Áskorun um breytingar á aldurviðmiðum
Íslensk ættleiðing hefur um langa hríð mælt fyrir breytingum á ákvæði 11. gr. reglugerðar, nr. 238/2005 um ættleiðingar þar sem þau sjónarmið eru lögð til grundvallar að tekið verði tillit til aldurs barns og/eða skilgreindra þarfa, fremur en að einblínt sé á aldur viðkomandi umsækjenda. Reglugerð nr. 238/2005 var síðast breytt með reglugerð nr. 996/2009 þar sem ákvæði 11. gr. var bætt við. Ákvæðið fól í sér heimild fyrir sýslumann til þess að gefa út nýtt forsamþykki eða framlengja forsamþykki þegar svo stæði á að gildistími forsamþykkis eða framlengds forsamþykkis til ættleiðingar rynni út eftir að umsækjandi hefði náð 45 ára aldri og umsókn hans væri til meðferðar hjá stjórnvöldum í upprunaríki. Nýtt eða framlengt forsamþykki af þessu tagi gilti nú hér eftir þar til sá umsækjenda sem væri yngri, þegar um par væri að ræða, næði 50 ára aldri. Breytingarnar voru gerðar til að koma til móts við óskir einstaklinga sem vilja ættleiða börn erlendis frá. Þær tóku mið af því að rýmka reglur vegna lengri biðtíma eftir börnum að svo miklu leyti sem það þótti unnt án þess að ganga gegn hagsmunum barnanna.
Lesa meira

Tungumála- og menningarnámskeið

Tungumála- og menningarnámskeið
Íslensk ættleiðing í samvinnu við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós hefur um nokkurt skeið staðið fyrir námskeiðum í kínversku og um kínverska menningu. Í október hófst tilraunaverkefni þar sem nokkrum fjölskyldum var boðð að taka þátt í þróun námskeiðs fyrir fjölskyldur sem eru að undirbúa upprunaferð til Kína. Á námskeiðinu er farið yfir helstu kínversku táknin sem geta komið að góðum notum á ferðalaginu og helstu siði sem gott er að vera meðvitaður um. Lárus H. Blöndal sálfræðingur Íslenskrar ættleiðingar verður svo þátttakendum innan handar þegar kemur að sálrænum undirbúningi þátttakenda áður en að haldið er af stað til Kína. Gert er ráð fyrir að næsta námseið hefjist í janúar, en það verður auglýst betur síðar.
Lesa meira

Svæði