Fréttir

Fréttabréf september 2016

* Auka aðalfundur * Fræðsla, Birth country as a totem * Reykjavíkurmaraþon * Fræðsla, loksins áttum við von á barni * Fræðsla fyrir barnaverndarnefndir * Er ættleiðing fyrir mig
Lesa meira

Birth country as a totem 31.ágúst kl:17:30

Prófessor Akira Deguchi mun kynna rannsókn sína "Birth country as a totem: Korean adoptees in Scandinavia and their nostalgia?" Akira Deguchi er prófessor í mannfræði við Shimane Háskólann í Japan og hefur rannsakað ættleiðingar milli landa síðan árið 2000. Fyrirlesturinn mun fara fram í sal F á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, miðvikudagskvöldið 31.ágúst kl 17:30. Frítt verður á fyrirlesturinn fyrir félagsmenn en 1000 krónur fyrir aðra.
Lesa meira

Aukaaðalfundur 15.september kl: 20:00

Aukaaðalfundur 15.september kl: 20:00
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar boðar til auka aðalfundar fimmtudaginn 15.september klukkan 20:00 í sal E á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Dagskrá: Stjórnarkjör Framborðsfrestur til stjórnar rennur út fimmtudaginn 1.september kl. 20:00. Senda skal inn framboð á netfangið isadopt@isadopt.is Á síðastliðinum aðalfundi náðist ekki að fullmanna stjórn félagsins sem samkvæmt samþykktum þess á að vera skipuð 7 fulltrúum, en er í dag skipuð 5 fulltrúum. Því er boðað til auka aðalfundar og eru félagsmenn hvattir til að bjóða krafta sína fram í þágu félagsins.
Lesa meira

Svæði