Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fréttabréf september 2016
01.09.2016
* Auka aðalfundur
* Fræðsla, Birth country as a totem
* Reykjavíkurmaraþon
* Fræðsla, loksins áttum við von á barni
* Fræðsla fyrir barnaverndarnefndir
* Er ættleiðing fyrir mig
Lesa meira
Birth country as a totem 31.ágúst kl:17:30
23.08.2016
Prófessor Akira Deguchi mun kynna rannsókn sína "Birth country as a totem: Korean adoptees in Scandinavia and their nostalgia?"
Akira Deguchi er prófessor í mannfræði við Shimane Háskólann í Japan og hefur rannsakað ættleiðingar milli landa síðan árið 2000.
Fyrirlesturinn mun fara fram í sal F á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, miðvikudagskvöldið 31.ágúst kl 17:30.
Frítt verður á fyrirlesturinn fyrir félagsmenn en 1000 krónur fyrir aðra.
Lesa meira
Aukaaðalfundur 15.september kl: 20:00
23.08.2016
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar boðar til auka aðalfundar fimmtudaginn 15.september klukkan 20:00 í sal E á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Dagskrá:
Stjórnarkjör
Framborðsfrestur til stjórnar rennur út fimmtudaginn 1.september kl. 20:00. Senda skal inn framboð á netfangið isadopt@isadopt.is
Á síðastliðinum aðalfundi náðist ekki að fullmanna stjórn félagsins sem samkvæmt samþykktum þess á að vera skipuð 7 fulltrúum, en er í dag skipuð 5 fulltrúum. Því er boðað til auka aðalfundar og eru félagsmenn hvattir til að bjóða krafta sína fram í þágu félagsins.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.