Fréttir

Aðalfundur 10.03.2016

1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Breytingar á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Lesa meira

Sterk sjálfsmynd

Sterk sjálfsmynd
Kristín Tómasdóttir heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur 10-13 ára. Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum þrennt: 1) Að þekkja hugtakið sjálfsmynd. 2) Að þekkja eigin sjálfsmynd. 3) Leiðir til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd. Áhersla verður lögð á áhrifaþætti sem geta haft mjög mótandi áhrif á sjálfsmynd stelpna. Notast verður við hugræna atferlisnálgun þar sem jákvæðar og neikvæðar hliðar þessara áhrifaþátta verða skoðaðar og þátttakendum kennt að einbeita sér á hinu jákvæða. Dagskrá: 20. mars 2016 - Hópefli og hugtakið sjálfsmynd kynnt. 27. mars 2016 - Páskafrí. 3. april 2016 - Sjálfsmyndin og fjölskyldan. 10. apríl 2016 - Sjálfsmyndin og vinir/vinkonur. 17. apríl 2016 - Sjálfsmyndin sem ættleidd stelpa. 24. apríl 2016 - Sjálfsmyndin og útlit/heilsa. 1. maí 2016 - Einstaklingsmiðuð “uppskrift” að jákvæðri sjálfsmynd. Námskeiðið verður frá kl. 9:30 til 11:00 í öll skiptin og verður haldið í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar, Skipholti 50 b. Innifalið í verði er kennsla, kennslugögn og hressing á námskeiðinu (ávextir). Í lok námskeiðsins fá þátttakendur kennslugögnin með sér heim. Þátttökugjald fyrir börn félagsmanna er kr. 24.900, en fyrir börn utanfélagsmanna er kr. 34.900. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Aðstoðarmaður Kristínar á námskeiðinu verður Kristín Lovísa Lárusdóttir sem hefur víðtæka reynslu að vinna með börnum og unglingum auk þess að vera ættleidd sjálf.
Lesa meira

Að ættleiða systkini

Að ættleiða systkini
Í gærkvöldi var haldinn í Tækniskólanum við Háteigsveg kynning þar sem umfjöllunarefnið var ættleiðing systkina. Unnur Björk Arnfjörð og Stefanie Gregersen sögðu frá reynslu sinni af því að ættleiða systkini. Unnur Björk og hennar maður Páll Sæmundsson ættleiddu þrjá bræður sl. sumar á aldrinum tveggja til fimm ára frá Tékklandi. Stefanie og maður hennar Torben ættleiddu skömmu síðar þrjár systur á aldrinum fimm til átta ára frá sama landi. Mætingin á kynninguna var mjög góð auk þess sem margir fyldust með á netinu. Í kjölfar kynningarinnar spunnust líflegar umræður og var greinilega mikill áhugi á efni fundarins. Íslensk ættleiðing þakkar þeim Unni Björk og Stefanie fyrir að deila persónulegri reynslu sinni á áhrifaríkan hátt
Lesa meira

Svæði