Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fræðslufyrirlestur ÍÆ - Hamingja
01.01.2014
Öll viljum við vera hamingjusöm. Segja má að margt af því sem við gerum taki mið af þessum vilja og að lífsins verkefni sé hamingjuleit og að verða hamingjusöm. Á sama tíma er hamingjan mjög persónuleg reynsla, oft óljóst hvað í henni felst og hvað þurfi nú til að verða hamingusamur. Nú er mikil hátíð að baki og nýtt ár gengið í garð. Á slíkum tímamótum er oft farið yfir það liðna og horft með bjartsýni til framtíðar með góð fyrirheit, vonir og væntingar. Fimmtudaginn 9. janúar næstkomandi kl. 20:00 verður fyrsti mánaðarlegi fyrirlestur Íslenskra ættleiðingar haldin í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn) og fjallar hann um hamingjuna. Fyrirlesari er Lárus H. Blöndal, sálfræðingur og nýr starfsmaður félagsins.
Skráning er á isadopt@isadopt.is
Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Máttur tengslanna - Höfundar: Karyn B.Purvis, Ph.D., David R.Cross, Ph.D og Wendy Lyons Sunshine
01.01.2014
Að ættleiða barn er einstök upplifun í lífi hverrar fjölskyldu, upplifun sem er jákvæð en getur um leið verið krefjandi. Lykillinn að því að takast á við þau verkefni sem fylgja ættleiðingunni felst í því að sinna börnunum af nærgætni, virða forsögu þeirra og bakgrunn og sýna þeim óendanlega væntumþykju og skilning á þeim aðstæðum sem þau bjuggu við í upphafi.
Bókin er skrifuð af tveimur sálfræðingum sem hafa sérhæft sig í rannsóknum tengdum ættleiðingum og tengslamyndun.
Bókin getur aðstoðað við að:
• Byggja upp kærleiksrík tengsl við ættleidda barnið eða fósturbarnið.
• Takast á við hegðunarvandamál og námsörðugleika með árangursríkum hætti.
• Aga barnið á kærleiksríkan máta án þess að það upplifi að því sé ógnað.
Lesa meira
DV - Gátu ekki eignast barn
31.12.2013
Guðmundur Andri Thorsson segir það rétt hvers barns að eignast foreldra, en hann ættleiddi tvær dætur frá Indlandi. Það var mesta gæfa lífsins og ekkert getur lýst því þegar hann fékk dætur sínar í fangið, eftir að hafa horft á myndir af þeim og látið sig dreyma um líf þeirra saman. Hann segir einnig frá uppvaxtarárunum og foreldrum sínum, þeim Margréti Indriðadóttur og Thor Vilhjálmssyni, sem hann þurfti gjarna að svara fyrir. Sjálfur gæti hann ekki hugsað sér líf án skáldskapar en segist eiga eftir að skrifa bókina sem muni skipta sköpum fyrir hann sem höfund.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.