Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Sálfræðingur ráðinn til starfa hjá félaginu
28.12.2013
Lárus Blöndal sálfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Íslenskri ættleiðingu. Lárus mun sinna fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við kjörfjölskyldur fyrir og eftir ættleiðingu og mun jafnframt sinna stuðningi og ráðgjöf við uppkomna ættleidda sem leita til félagsins.
Lesa meira
KÆRU FÉLAGAR - TIL HAMINGJU MEÐ NÝJAN VEF
25.12.2013
Nú um jólin fögnum við því að nýr vefur Íslenskrar ættleiðingar er kominn í lofti. Eins og félagsmönnum er kunnungt var eldri vefur félagsins, sem tekinn var í notkun árið 2005, úr sér genginn og ekki lengur hægt að uppfæra hann. Nýr vefur er því sannkölluð jólagjöf til félagsmanna og þeirra sem leita upplýsinga og frétta um ættleiðingar.
Það er eitt af hlutverkum félagsins að halda úti virki upplýsingaveitu og nýgerður þjónustusamningur við íslenska ríkið gerði félaginu kleyft að hleypa nýjum vef af stokkunum.
Lesa meira
DV - Beið eftir barninu í tíu ár
20.12.2013
Össur Skarphéðinsson barðist fyrir því að ættleiða dóttur sína frá Kólumbíu og það hafðist eftir tíu ára bið. Þau hjónin eiga nú tvær dætur sem þau ættleiddu þaðan en hann segir að það hafi breytt lífi sínu, ekkert hafi verið eins magnað og að fá dóttur sína í fangið í fyrsta sinn. Hann segir einnig frá barnæskunni, lífsháska á sjó en hann fylltist æðruleysi þegar hann féll útbyrðis og skipsfélagarnir voru ekki að ná honum aftur um borð, og gerir upp við síðustu ríkisstjórn.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.