Fréttir

VÍSIR - Ráðherra hitti munaðarlaus börn

VÍSIR - Ráðherra hitti munaðarlaus börn
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í gær barnaheimili í Kolkata á Indlandi sem hefur átt í miklu og góðu samstarfi við Íslenska ættleiðingu (ÍÆ). Frá heimilinu hafa 160 indversk börn verið ættleidd til Íslands.
Lesa meira

Frábær heimsókn í barnaheimilið okkar á Indlandi

Frábær heimsókn í barnaheimilið okkar á Indlandi
Í dag heimsóttu Hörður Svavarsson formaður Íslenskrar ættleiðingar og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍÆ barnaheimili ISCR í Kolkata á Indlandi. Með í för voru Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra og Guðmundur Einarsson sendiherra Íslands á Indlandi, ásamt æðstu mönnum í Innanríkisráðuneytinu en það voru þau Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri.
Lesa meira

ÍÆ til Indlands og ráðherrann líka

ÍÆ til Indlands og ráðherrann líka
Á næstu dögum halda fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar til Indlands til viðræðna um ættleiðingarmál. Barnaheimili Anju Roy verður heimsótt eins og félagsmenn vita höfum við verið í samskiptum við heimili hennar í 25 ár og þaðan hafa 160 börn komið á þessum tíma. Einnig verða setnir fundir og ráðstefna með Indverskum ættleiðingaryfirvöldum ern viðamiklar breytingar hafa staðaið yfir á uppbyggingu indverska ættleiðingarkerfisins og á sama tíma er unnið að endurnýjun á löggildingu ÍÆ í Indlandi.
Lesa meira

Svæði