Fréttir

Straumar og stefnur á Indlandi

Straumar og stefnur á Indlandi
Annar fræðslufyrirlestur ársins verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans (gamla Sjómannaskólans) þriðjudaginn 5.mars kl. 20 – 22 Hörður Svavarsson og Kristinn Ingvarsson munu segja frá ráðstefnu CARA um ættleiðingar frá Indlandi og heimsókn félagsins og Innanríkisráðherra til ISRC í Kolkata. Anna Katrín Eiríksdóttir fulltrúi ÍÆ í stjórn NAC mun einnig segja frá síðasta fundi samtakanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn á dögunum.
Lesa meira

Aðalfundur 21. mars 2013

Aðalfundur 21. mars 2013
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður í hátíðarsal Tækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, fimmtudaginn 21. mars 2013, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Wuhan í Kína. Sverrir Þór og Guðrún Fanney hittu dóttur sína Arndísi Ling í fyrsta skipti og áttu dásamlega stund saman. Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinst með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í ár. Umsókn Sverris Þórs og Guðrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Kína 13.október 2006.
Lesa meira

Svæði