Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
VÍSIR - Bíða bara vegabréfsáritunar
04.12.2012
Útlit er fyrir að að íslensk fjölskylda, sem hefur verið föst í Kólumbíu í tæpt ár, sé á leið heim á allra næstu dögum. Þau bíða aðeins eftir vegabréfsáritun, sem er á leið frá Íslandi í sænska sendiráðið í Bogotá.
Lesa meira
Kjörforeldrar á Íslandi - einkenni þunglyndis og stuðningur í kjölfar alþjóðlegra ættleiðinga. Höfundur Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir
01.12.2012
Lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda
Leiðbeinandi: Hrefna Ólafsdóttir
Félagsráðgjafardeild
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Desember 2012
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort einkenni þunglyndis væru merkjanleg meðal kjörforeldra sem ættleitt hafa börn milli landa og tíðni þeirra einkenna. Í erlendum rannsóknum hafa slík einkenni verið skilgreind sem ættleiðingarþunglyndi. Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig þátttakendur skilgreindu þörf sína fyrir þjónustu fagaðila eða annarra um stuðning og ráðgjöf í kjölfar ættleiðinga. Rannsóknaniðurstöður voru settar í samhengi við niðurstöður sambærilegra erlendra rannsókna. Rannsóknin var framkvæmd á haustmánuðum 2012 og var notuð megindleg aðferðafræði. Gagnaöflun fór fram með rafrænum spurningalista sem lagður var fyrir þá kjörforeldra sem ættleitt hafa barn milli landa með milligöngu félagsins Íslensk ættleiðing á árunum 2007-2012 (n=144). Alls svöruðu 79 þátttakendur, 20 karlar og 59 konur og var svarhlutfall 54,9%. Spurningar um bakgrunn og ættleiðinguna voru lagðar fyrir þátttakendur ásamt sjálfsmatskvarða, Patient Health Questionnaire (PHQ-9) sem metur einkenni þunglyndis samkvæmt greiningarviðmiðum DSM-IV-TR. Niðurstöður leiddu í ljós að einkenni þunglyndis voru ekki merkjanleg hjá 81,4% þátttakenda, væg einkenni voru merkjanleg hjá 17,1% þeirra og miðlungs einkenni mældust hjá 1,4% þátttakenda. Enginn þátttakandi mældist með alvarleg eða mjög alvarleg einkenni þunglyndis. Ekki reyndist vera tölfræðilega marktækur munur milli kynjanna. Tíðni einkennanna var sambærileg tíðni í erlendum rannsóknum. Þátttakendur leituðu eftir aðstoð til maka og annarra kjörforeldra í mun meira mæli en til fagaðila. Ástæður þess að þátttakendur leituðu til fagaðila var vanlíðan kjörbarns, tengslamyndun eða vanlíðan annarra fjölskyldumeðlima. Niðurstöður sýndu jafnframt að þátttakendur hefðu kosið þjónustu fagaðila í mun meira mæli en þeir fengu.
Lesa meira
DV - „Við erum varla að trúa því að þetta sé loksins að taka enda“. Dómara bannað að taka að sér ættleiðingamál eftir vandamál íslenskrar fjölskyldu
30.11.2012
Fjölskyldan, Friðrik Kristinnson, Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir, Helga Karólína og Birna Salóme, undirbýr það nú að koma hingað til lands, en þau hafa verið föst í Kólumbíu í tæpt ár. Þau bíða nú eftir íslenskri vegabréfsáritun og þá geta þau loksins komið öll heim saman. Friðrik og Bjarnhildur ættleiddu þær Helgu Karólínu og Birnu Salóme á þessu ári frá Kólumbíu. Eftir að ættleiðingin hafði verið samþykkt þurfti formlega heimild dómara til að það gengi eftir. Það mál strandaði fyrir dómstólum í Kólumbíu og telja þau Friðrik og Bjarnhildur að þau hafi verið beitt miklu óréttlæti af dómara í máli sínu. Dómarinn dró það í hálft ár að úrskurða í máli þeirra og kvað síðan upp sinn dóm; foreldrunum væri óheimilt að flytja stúlkurnar hingað til lands.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.