Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Merk ævi Auriar komin út á bók
03.12.2024
Þann 4. nóvember síðastliðinn kom út bókin ,,Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar" en bókin er gefin út af Forlaginu.
Auri Hinriksson er þekkt fyrir að hafa hjálpað fjölmörgum uppkomnum ættleiddum frá Sri Lanka að leita uppruna síns.
Lesa meira
Jólaskemmtun 8. desember 2024
15.11.2024
Skráning er hafin á jólaball sem haldið verður fyrir alla fjölskylduna þann 8. desember 2024 milli klukkan 14 og 1 í Safnarheimili Laugarneskirkju, 105 Reykjavík.
Jólasveinar mæta vonandi á svæðið og dansað og sungið verður í kringum jólatréð við skemmtilegt undirspil.
Veitingar eru innifaldar í verðinu og það er aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínum.
Lesa meira
Söfnun fyrir barnaheimili í Kalkútta
08.11.2024
Söfnun á Húsavík fyrir barnaheimili í Kalkútta í tilefni alþjóðlega ættleiðingadagsins en nokkrir uppkomnir ættleiddir búa á Húsavík.
Lesa meira
24.07.2024
Ferð fjölskyldu til Kína
15.07.2024
Hlaðvarp frá Adoptionscentrum í Svíþjóð
Leit
Velkomin heim!
2024
Lítil stúlka kom heim með fjölskyldu sinni til Íslands 10.apríl frá Tógó. Til hamingju og velkomin heim!
Meira
Á döfinni
Engir viðburðir á næstunni
Signet transfer
Hér er hægt að senda skrár til Íslenskrar ættleiðingar á öruggan hátt
Fyrstu skrefin
Ef þú ert að skoða okkur í fyrsta skipti er gott að kynna sér málaflokkinn vel og vandlega. Til þess höfum við útbúið efni sem ætti að aðstoða við að skýra út málaflokkinn.
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.000 krónur fyrir einstakling.