Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Sumarleyfi
04.07.2022

Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar fer í sumarleyfi 11.júlí til 8.ágúst.
Skrifstofan verður því með skert aðgengi á þessum tíma og ekki verður opið fyrir gangandi umferð, heldur verður hægt að panta viðtalstíma á heimasíðu félagsins og þá mun starfsfólk skrifstofu bregðast við.
Eins og áður er stöðug bakvakt og mun þeim verkefnum sem þola enga bið vera sinnt.
Lesa meira
Fjölskyldumeðferð hluti af ættleiðingaferlinu
13.05.2022

Í Fréttablaðinu í dag, 14.maí, birtist viðtal við Rut Sigurðardóttur, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing hjá félaginu.
Félagsráðgjafinn Rut Sigurðardóttir hjá Íslenskri ættleiðingu bætti við sig námi í veitt þeim sem leita til félagsins víðtækari þjónustu. Það er mikilvægt að veita fólki sem ættleiðir öfluga þjónustu, fyrir, meðan og eftir ættleiðingu og að ættleiddir fái hana líka á unglings- og fullorðinsárum.
Lesa meira
Málþing um réttindi barna í stafrænu umhverfi
04.05.2022

Síðasta föstudag, 29.apríl, var haldið Málþing um réttindi barna í starfrænu umhverfi á vegum Fjölmiðlanefndar, Persónuverndar og Umboðsmanns barna. Kynntar voru nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn.
Lesa meira
02.05.2022
Fyrirlestur- Bati eftir áföll í æsku
29.04.2022
Gjöf til félagsins
06.04.2022
Fjölskyldustund laugardaginn 30.apríl
05.04.2022
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
03.04.2022
Róma dagar í Veröld - húsi Vigdísar
03.04.2022
Róma dagar - Tónlistarsmiðja 9.apríl
Leit
Velkomin heim!
2021
Lítill strákur og lítil stelpa komu heim með fjölskyldu sinni til Íslands 12.september frá Tékklandi. Til hamingju og velkomin heim!
Meira
Á döfinni
Engir viðburðir á næstunni
Signet transfer
Hér er hægt að senda skrár til Íslenskrar ættleiðingar á öruggan hátt
Fyrstu skrefin
Ef þú ert að skoða okkur í fyrsta skipti er gott að kynna sér málaflokkinn vel og vandlega. Til þess höfum við útbúið efni sem ætti að aðstoða við að skýra út málaflokkinn.
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna. Fyrir tilstuðlan félagsins hafa ríflega 600 munaðarlaus börn eignast fjölskyldu á Íslandi.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 3.500 krónur fyrir einstakling.