Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hin asíska ímyndun í íslensku samfélagi
11.04.2023
Fimmtudaginn 13.apríl verður haldinn þriðji fyrirlestur í fyrirlestraröð fyrirlestraröð Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunar Snarl og spjall. Fyrirlesturinn að þessu sinni ber heitið: Hin asíska ímyndun í íslensku samfélagi. Form fyrirlestursins verður með óhefðbundnum hætti en um er að ræða óformlegar umræður með Wei Lin og Elizabeth Lay um ólík sjónarhorn þeirra á að búa á Íslandi sem kínversk/íslenskur tónlistarmaður og kínversk-amerískur menntafræðingur, sérstaklega í kjölfar opinberrar gagnrýni á uppsetningu Íslensku óperunnar á Madame Butterfly.
Lesa meira
Adoption - a lifelong process
05.04.2023

Dagana 15.-16.september 2023 verður haldin ættleiðingarráðstefna á Íslandi á vegum Nordic Adoption Council (NAC). Öll ættleiðingarfélög á Norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum NAC, ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. Samtökin standa fyrir ráðstefnu á tveggja ára fresti og flakkar hún yfirleitt á milli norðurlandanna. Árið 2019 sá Íslensk ættleiðing um að skipuleggja ráðstefnuna og hefur aftur fengið það hlutverk vegna ráðstefnunnar á þessu ári. Meginþemað á ráðstefnunni verður Adoption - a lifelong process Best Practises in Adoption.
Lesa meira
Komið að tímamótum
03.04.2023

Nú um mánaðarmótin lét Rut Sigurðardóttir af störfum hjá Íslenskri ættleiðingu, en hún hefur starfað hjá félaginu frá 2017. Rut hefur fengið vinnu sem Málstjóri hjá Reykjavíkurborg en mun aðstoða félagið áfram sem verktaki.
Lesa meira
30.03.2023
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2023
23.03.2023
Fyrirlestur um Áhrif áfalla á börn
13.03.2023
Adoption Awareness Week á Norðurlöndunum
13.02.2023
Fyrirlestrarröðin Snarl og spjall
01.02.2023
Aðalfundur 2023
Leit
Velkomin heim!
2021
Lítill strákur og lítil stelpa komu heim með fjölskyldu sinni til Íslands 12.september frá Tékklandi. Til hamingju og velkomin heim!
Meira
Á döfinni
15.09.2023 - 15.09.2023
Signet transfer
Hér er hægt að senda skrár til Íslenskrar ættleiðingar á öruggan hátt
Fyrstu skrefin
Ef þú ert að skoða okkur í fyrsta skipti er gott að kynna sér málaflokkinn vel og vandlega. Til þess höfum við útbúið efni sem ætti að aðstoða við að skýra út málaflokkinn.
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna. Fyrir tilstuðlan félagsins hafa ríflega 600 munaðarlaus börn eignast fjölskyldu á Íslandi.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 3.500 krónur fyrir einstakling.