Íslensk ættleiðing

Fréttir

Fjölskyldumeðferð hluti af ættleiðingaferlinu

Fjölskyldumeðferð hluti af ættleiðingaferlinu
Í Fréttablaðinu í dag, 14.maí, birtist viðtal við Rut Sigurðardóttur, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing hjá félaginu. Félagsráðgjafinn Rut Sigurðardóttir hjá Íslenskri ættleiðingu bætti við sig námi í veitt þeim sem leita til félagsins víðtækari þjónustu. Það er mikilvægt að veita fólki sem ættleiðir öfluga þjónustu, fyrir, meðan og eftir ættleiðingu og að ættleiddir fái hana líka á unglings- og fullorðinsárum.
Lesa meira

Málþing um réttindi barna í stafrænu umhverfi

Málþing um réttindi barna í stafrænu umhverfi
Síðasta föstudag, 29.apríl, var haldið Málþing um réttindi barna í starfrænu umhverfi á vegum Fjölmiðlanefndar, Persónuverndar og Umboðsmanns barna. Kynntar voru nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn.
Lesa meira

Fyrirlestur- Bati eftir áföll í æsku

Fyrirlestur- Bati eftir áföll í æsku
Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður 12.maí næstkomandi klukkan 20:00 í sal Framvegis í Borgartúni 20, þriðju hæð. Heiti fyrirlestursins er "Bati eftir áföll í æsku" og til okkar er að koma Svava Brooks en hún er TRE® sérfræðingur og ráðgjafi. Hún vinnur gjarnan með einstaklingum sem eru í bata eftir áföll í æsku. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópum í Bandaríkjunum og á íslandi. Hún hefur einnig starfað fyrir einkafyrirtæki, stofnanir og grasrótarsamtök í mörg ár. Að auki hefur Svava unnið við forvarnir gegn kynferðisofbeldi í meira en áratug. Svava hefur gefið út vinnubækur og skrifar gjarnan um heilun og líf eftir ofbeldi, um áföll og víðtæk áhrif þeirra. Þetta má finna á bloggsíðu hennar á http://www.svavabrooks.com Rannsóknir sýna að áhrif streitu, spennu og áföll eru oftast bæði andleg og líkamleg. Svava fræðir okkur um áhrif streitu og áföll á líkamlega og andlega heilsu okkar, og á samskipti og líðan okkar. Á síðastliðnum árum erum við að kynnast og lærum hvernig hægt er að vinna með líkamann og taugakerfið, m.a. til að fyrirbyggja erfiðleika í samskiptum og bæta andlega og líkamlega heilsu. Einnig lærum við hvernig við getum marktækt minnkað líkurnar á því að við verðum alvarlega veik síðar á lífsleiðinni. Meiri þekking og skilningur á rannsóknum eflir okkur í vinnu með það sem við getum breytt. Líkaminn og hugurinn breytast stöðugt og þroskast. Svava deilir með okkur aðferðum og verkfærum sem við getum strax notað við að byrja á að tengjast eigin líkama og minnka um leið streitu og álag á taugakerfið. Það veitir betri líðan og betri tengsl við okkur sjálf og aðra. Það sem við kynnumst er m.a. þetta: • Áhrif áfalla og streitu á líkamann • Hegðun og líðan, áhrif eða orsök? • Hverju getum við breytt • Líkaminn heilar sig • Áhrif umhverfisins
Lesa meira

Gjöf til félagsins

Alþjóðlegar ættleiðingar aftur leyfðar til Hollands

Fjölskyldustund laugardaginn 30.apríl

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Róma dagar í Veröld - húsi Vigdísar

Róma dagar - Tónlistarsmiðja 9.apríl

Minning - Ole Bergman

Velkomin heim!

2021
Lítill strákur og lítil stelpa komu heim með fjölskyldu sinni til Íslands 12.september frá Tékklandi. Til hamingju og velkomin heim!


Meira

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni

Signet transfer

Hér er hægt að senda skrár til Íslenskrar ættleiðingar á öruggan hátt

Smelltu hér til að senda skrá

Svæði